Horn í horn myndasýning

Í framhaldi af aðalfundi Slóðavina sem haldin verður í bíósal Hótel Loftleiða, laugardaginn 8. nóvember kl. 13:00, ætlar Einar Sverrisson að segja frá 16 klukkustunda svaðilför á torfæruhjóli þvert yfir hálendið. Einar er væntanlega eini afinn á landinu sem leggur á sig að ferðast einn og óstuddur yfir hálendið á torfæruhjóli, fjarri allri aðstoð, utan GSM-sambands, hjólandi yfir jökulár, eyðisanda og grýttar slóðir. Eitt af markmiðum túrsins var að fara frá Reykjanesvita og að Fonti á Langanesi á sem styrstum tíma. Má með sanni segja að það hafi tekist með glans. Einar ætlar að frumsýna myndband úr túrnum og sýna ljósmyndir, auk þess að segja okkur frá undirbúningnum, ferðalaginu sjálfu og hvað hvatti hann til leggja þetta á sig. Landið hefur verið þverað áður á torfæruhjólum en Einar er sá fyrsti til að hjóla þetta aleinn á svona stuttum tíma. Myndasýningin hefst um kl. 15:00, eða eftir kaffihlé aðalfundar. Slóðavinir bjóða öllum sem áhuga hafa velkomna.

3 hugrenningar um “Horn í horn myndasýning”

Skildu eftir svar