Ítalíuferð í máli og myndum

Kári Jónsson fór fyrir stuttu síðan og keppti í endúrokeppni á Ítalíu og sendi faðir hans Jón Hafsteinn Magnússon JHMsport þessa grein.

Um kvöldið þegar við komum út sótti okkur á flugvöllinn Enduro liðstjóri TM Racing Tullio Provini.Tullio Provini er þekktur ökumaður og síðari ár sem liðstjóri og mekki. Tullio býr í Bologna og hefur þar aðstöðu fyrir keppnishjólin.
Á sunnudeginum fórum við að prófa græjuna, það var gert á krossbraut í nágrenninu. Æfingin tókst vel og Kári ánægður með hjólið svo var farið heim og hjólið þrifið og sjænað. Þá var farið að ræða fyrirkomulag keppninnar og kom í ljós að hún var að styrkleika eins og umferð í Heimsmeistara mótinu enda margir Ítalir á toppnum þar.
Byrjað á ferjuleið inná Enduro sérleið sem liggur um þéttan skóg með ca. 3-5 metra skyggni, þá ferjuleið að svokölluðu Crosstest 1 það er sambland af skógarleið og krossbraut eftir það tímastöð svo ferjuleið að crosstest 2. Eftir það ferjuleið í pitt og tímastöð.svona yrði hver umferð alls fjórar á laugardegi (7 tímar) og 3 á sunnudeginum (5 timar).

Sérleiðirnar eru eknar í kapp við tíma og þar ráðast úrslitin.
Á mánudegi var ákveðið að prófa við aðrar aðstæður eða í gömlum árfarvegi sem var nokkuð grýttur og kom það vel út.
Síðar um daginn kom í ljós að Franski ökumaðurinn Rodrig Thain mundi ekki koma í keppnina.
Upphaflega stóð til að Kári keppti á TM 125 en þar sem Rodrig mætir ekki þá vildi Tullio að Kári mundi keppa á TM 450 hjólinu hans Rodrig Thain sem Kári gerði. Kári mætti svo ásamt Robert Kvarnström (TM125 junior keppandi frá Svíþjóð) á keppnissvæðið á miðvikudegi og fóru þeir að skoða brautirnar kom í ljós þéttur skógur með nær engu skyggni, crosstest brautirnar í miklum halla og með glerhörðum jarðvegi. Tullio lagði áherslu á að það væri mikilvægt að klára daginn, ekki að keyra hratt og fljúga á hausinn það gætu allir gert en færri ná að klára daginn. Robert sagði að það tæki svona ár að læra á jarðvegin þarna.
Fimmtudagurinn fór í að prufa og setja upp hjólin fyrir keppnina. við pittinn var smá svæði þar sem hægt var að prufukeyra hjólin.
á föstudeginum var skráning, úthlutun á keppnisnúmerum og hjólið sett inná lokað svæði þar til keppnin hæfist á laugardegi kl 9 er fyrstu menn yrðu ræstir.

Kári var ræstur kl 9:33 ásamt Jonny Auburn heimsmeistara E2. Kári kláraði daginn í 52 sæti af tæplega 100 keppendum.
Tímar á sérleiðum voru jafnir og bentu til öruggs aksturs.
Sunnudagurinn byrjaði vel betri tímar á öllum sérleiðum og kominn í 46 sæti eftir fyrsta hring.
Eftir enduroleiðina var hann kominn í 42 sæti, í crosstest 1 hætti hjólið að ganga og mikil vonbrigði með það þar sem kári var að komast meira í takt við aðstæðurnar. Það varð að keyra mjög grimmt til að halda gripi og beygjur hölluðu mikið undan brekku.

Mika Ahola heimsmeistariE1 vann mótið,
annar Stefan Merriman
og þriðjiAntinio Meo
Jonny Aubert byrjaði seinni daginn en hætti fljótlega.
Þarna var allt UFO course liðið, HM liðið, Beta liðið, Husqvarna/ CH-racing liðið og Aprilia með Stefan Merriman ofl.

Kær kveðja / Kind Regards.
Jón Hafsteinn Magnússon
Framkvæmdastjóri / Manager
JHM Sport ehf

(tekið af sniglar.is)

Ein hugrenning um “Ítalíuferð í máli og myndum”

  1. Gaman að fá fréttir af Kára og heyrist mér að hann hafi verið að gera mjög flotta hluti, skítt að þurfa að hætta þegar hann er að ná upp hraðanum en við þekkjum þetta…það er ekki búið fyrr en sú svera syngur 🙂 Til hamingju Kári bara haltu þér heilum kall.

Skildu eftir svar