Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is

Gamlársdagstúrinn

Smellið á mynd fyrir stærri
12 harðir

12 harðir kappar mættu í súpu hjá Stebba á Litlu kaffistofunni í hádeginu í dag. Hvað er betra en að kveðja árið með góðum túr?

Gleðilegt nýtt ár.

Ferðafrelsi- Ný landssamtök – Opinn fundur 27.des

Þann 1. desember 2010 voru stofnuð ný landssamtök um almannarétt, útivist og verndun náttúru Íslands undir nafninu Ferðafrelsi. Þessi dagsetning var valin sérstaklega vegna þess að hún tengist frelsisbaráttu þjóðarinnar um sjálfstæði og er því táknræn um þá baráttu fyrir ferðafrelsi á Íslandi sem stofnaðilar samtakanna standa í þessa dagana.
Lesa áfram Ferðafrelsi- Ný landssamtök – Opinn fundur 27.des

Lögin samþykkt

logo_sm.gifHið háttvirta Alþingi Íslendinga hefur samþykkt breytingar á lögum um vörugjöld af bifreiðum og bifhjólum (sjá frétt hér). Lögin höfðu talsverða þýðingu fyrir þá sem stunda íþróttir á mótorhjólum því vörugjöld af sérsmíðuðu keppnishjóli(ekki til notkunar á götum) hefur hér með verið fellt niður.

Búast má við að motocrosshjól muni fljótlega lækka í verði um sirka 20% og verður að teljast líklegt að motocrossið og enduroið muni eflast talsvert í kjölfarið. Þetta mun eflaust gefa fleirum kost á að stunda íþróttina, ungum sem öldnum. Einnig inní lögunum er ákvæði um að rafmagnshjól séu undanþegin vörugjaldi þannig að þau ættu einnig að lækka í verði og verða að raunverulegum kosti í sumum tilvikum

Lesa áfram Lögin samþykkt