Ferðafrelsi- Ný landssamtök – Opinn fundur 27.des

Þann 1. desember 2010 voru stofnuð ný landssamtök um almannarétt, útivist og verndun náttúru Íslands undir nafninu Ferðafrelsi. Þessi dagsetning var valin sérstaklega vegna þess að hún tengist frelsisbaráttu þjóðarinnar um sjálfstæði og er því táknræn um þá baráttu fyrir ferðafrelsi á Íslandi sem stofnaðilar samtakanna standa í þessa dagana.

Stofnun þessara nýju landssamtaka byggir í grunninn á samstarfi margra útivistaraðila, ferðþjónustufyrirtækja og ferðtengdra aðila um baráttu fyrir almannrétti til ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði sem staðið hefur yfir síðustu mánuði. Stofnaðilar samtakanna töldu mikla þörf á að setja samstarf þeirra sem ferðast á vélknúnum farartækjum, fara um á hestum og þeirra sem reka ferðaþjónustutengd fyrirtæki í hálendisferðum í formlegan farveg. (meira hér um Landssamtökin)

Á stjórnarfundi landsamtakanna Ferðafrelsi í kvöld 20. desember var ákveðið að vera með opinn fund mánudaginn 27. desember kl. 20:00 í húsnæði Ferðaklúbbsins 4×4 (Eirhöfða 11) um drög að breytingum á náttúruverndarlögum. Skila þarf athugasemdum um drögin í síðasta lagi 7. janúar til umhverfisráðherra. Allir áhugasamir aðilar um þetta málefni eru velkomnir á fundinn. Fundarstjóri verður Guðmundur G. Kristinsson. Hér má sjá samantekt um akstur og leiðir (skoða)

Tengdar greinar í dagblöðum (Greinarsafn Ferðafrelsisnefndar F4x4)

Skildu eftir svar