Dakar 2011 eftir nokkra daga

Það vantar ekki áhugann á Dakar-rallinu sem hefst á fyrsta degi nýs árs.

Aukning hefur orðið í öllum flokkum og nú er 180 keppendur skráðir í hjólaflokkinn – 30 fleiri en í fyrra.  Fjórhjólum hefur einnig fjölgað og verða núna 33.  Hjólararnir þurfa svo að passa að verða ekki fyrir 145 bílum og 68 trukkum.


Að þessu sinni mæta 64 nýir þátttakendur á hjólum og má líklega þakka breyttum reglum um mótorstærð þar um.  Í atvinnumannaflokknum má aðeins nota 450cc hjól og í hinum flokkunum er dregið úr afli stærri hjóla.  Á næsta ári verða allir að mæta með 450cc eða minna.
Margar hetjur fyrri ára mæta að vanda á ráslínu.  Má þar fyrst nefna núverandi meistara, Cyril Despres, og með rásnúmer 2. er hans helsti keppinautur Marc Coma sem hefur ráðið sjálfan íslandsvininn og Klausturskeppandann, Giovani Sala til að stjórna liði sínu.  Báðir þessir fyrrum Dakar-meistarar aka á KTM 450.  Það verður spennandi að sjá hvort og hvaða minni spámenn ná að þvælast fyrir þeim að þessu sinni.
Nú sitja allir við sama borð hvað hjólastærðir varðar og alveg eins líklegt að gaurar eins og t.d. Quinn Cody (Honda) frá USA, setji mark sitt á keppnina í ár.  Cody er Baja 1000 meistari en hefur aldrei áður tekið þátt í Dakarnum. 
Meðal þeirra sem voru með í fyrra, en náðu kannski ekki hæstu hæðum, má nefna Jonah Street (Yamaha) sem endaði í 7unda sæti í fyrra.  Hann er mættur aftur og ætlar sér stóra hluti.  Sömuleiðis er David Casteu (Sherco) mættur á ný, en honum gekk mjög vel í fyrra þar til hann „crash‘aði“ og fór úr mjaðmarliðnum á fimmta degi.  Ekki má skilja við umfjöllun sem þessa án þess að minnast á hana Önnu litlu Seel, sem nú mætir eina ferðina enn.  Hún vann kvennaflokkinn í fyrra og ætlar sér að verja titilinn gagnvart hinum 12 konunum sem taka þátt í ár.

Þeir sem sjá Eurosport geta fylgst með rallinu á hverjum degi þessar tvær vikur sem það stendur.

3 hugrenningar um “Dakar 2011 eftir nokkra daga”

  1. Ég held að það hafi engin Íslendingur keppt í Dakar, Kalli keppti ef ég man rétt í Dubai.

    Ég veit um einn sem var næstum komin í keppnina 2008, hann var þá búin að áætla að þetta myndi kosta hann 7-8 millur.
    Bara keppnisgjaldið var þá 1800.þ en ef þú varst að komast í fyrsta skipti þá lækkaði það í 1500þ.

Skildu eftir svar