Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Jólagjafahugmyndir

DVD diskar, tilvaldar jólagjafir fyrir mótorhjólamanninn.

Motocross 2010 inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins ásamt tveimur tónlistarsyrpum frá á árinu.

Offroad Challenge Klaustur samanstendur ef tveimur diskur, annar inniheldur klukkutíma þátt um keppnina og hinn 5 klukkustunda útsendingu sem fram fór á netinu frá keppninni.

.

Diskarnir eru til sölu í Nítró, Púkanum og JHM sport.

Einnig er hægt að panta þá hérna: Motocross 2010 –   Offroad Challenge

Vilja skilgreina hugtakið „vegur“

Tekið af mbl.is

Drög að frumvarpi um breytingartillögur á náttúruverndarlögum er nú opið til umsóknar.

Í drögunum er meðal annars lagt til að ákvæði í náttúruverndarlögum sem lúta að utanvegaakstri verði gerð skýrari. Þannig stendur til að skilgreina hugtakið „vegur“ í lögunum en hingað til hefur verið vísað til hugtakaskýringar umferðarlaga. Skilgreining á hugtakinu „vegur“ er rúmt í umferðarlögum og hafa mál sjaldnast leitt til sakfellingar fyrir akstur utan vega.

Ekki stendur þó til að breyta 17. gr. náttúruverndarlaga sem bannar akstur utan vega. Hins vegar kunna undanþáguheimildir að breytast.

Frumvarpsdrögin má finna hér.

Hestamenn og hjólamenn mætast án vandræða

Það er enginn heimsendir fyrir hestamann að mæta motorhjóli. Ef ákveðnar reglur eru hafðar í huga eru meiri möguleikar á að þetta gangi vel. KKA hefur gert myndband sem sýnir hversu auðvelt þetta er.

Mikilvægt er að hafa ákveðnar reglur í huga.

  • Hjólamenn eiga að víkja út í kant þegar þeir mæta hestamönnum, stöðva og drepa á hjólinu og taka af sér hjálminn
  • Ekki ræsa hjólið fyrr en hesturinn hefur fjarlægst aftur.
  • Hestamaðurinn bregst við með ró, hann veit að hesturinn skynjar hans líðan.
  • Hann klappar hestinum róandi á makkann og ræðir við hann í rólegum tón.
  • Hesturinn skynjar fum eða hræðslu, allur æsingur knapans verður til þess að hann æsist líka.
  • Knapinn talar rólega við hestinn og ennfremur við þann sem hann mætir.

[youtube width=“485″ height=“344″]http://www.youtube.com/watch?v=Vy7HppUwhq8[/youtube]

Nýtt tímarit um jaðaríþróttir

Fyrsta forsíða Click

Tímaritið Click hefur hafið göngu sína. Blaðið fjallar um jaðaríþróttir og meðal annars grein um Eyþór „okkar“ Reynisson í fyrsta tölublaðinu sem var dreift í dag. Blaðinu er dreift frítt þannig að flestir ættu að hafa fengið gripinn innum lúguna í dag. Tékkið á lúgunni!!

Annars eru þeir á Feisbúkk og svo hér er .pdf útgáfa líka

Akstur á Bolaöldusvæðinu

Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu.  Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur! 
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja.  Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið.  Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?

Skráningarfrestur rennur út klukkan 21

Skráningu lýkur klukkan 21 í kvöld í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Enduro-Crossi sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal á laugardaginn.

SKRÁ SIG NÚNA!!