Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Vor-verkin

Tjörnin er á sínum stað, en fer óðum minnkandi

Góðir hálsar!
Nú fer í hönd árlegur tími þýðunnar.  Þá er gríðarlega nauðsynlegt að vera ekki að spóla um í drullunni sem er allsráðandi, enda flokkast slíkt sem hrein og bein skemmdarstarfsemi.
Einhver van-hugsuður ók slóða, hér fyrir ofan höfuðborgina í fyrra, sem leiddi til þess að þeir voru alveg hundleiðinlegir fram eftir öllu sumri.
Aflið ykkur upplýsinga um stöðuna á slóðunum áður en lagt er í’ann – og snúið strax við ef ástandið er eitthvað annað en gott.
Bolalda kemur þokkaleg undan vetrinum og verður farið í það fljótlega að ýta burt snjósköflum og lagfæra verstu úrrennslin.

Tryggingamál

ÍBR hefur unnið að því undanfarið að taka saman hvert er hægt að sækja endurgreiðslur vegna íþróttaslysa. Markmið með þessari vinnu var að hafa tiltækt á einum stað upplýsingar fyrir iðkendur og/eða forráðamenn þeirra því stundum getur þetta verið nokkuð flókið ferli. Ýmsir sérfróðir aðilar hafa lesið yfir efnið og þ.á.m. fulltrúar Menntamálaráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands.

Lesa áfram Tryggingamál

Kvikmyndakvöld hjá Slóðavinum

Dust to glory

Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir stendur fyrir kvikmyndakvöldi miðvikudaginn 23. mars.  Sýningin hefst kl. 20:00 í Bíó Paradís (gamli Regnboginn á Hverfisgötu).  Miðaverð er 800kr og á staðnum er hægt að kaupa popp, kók og annað nammi.  Sýnd verður heimildarmyndinn Dust to glory, en hún segir frá Baja keppninni 2005 og baráttu keppenda við að aka 1000mílur (1600km) á sem skemmstum tíma.

Nánari upplýsingar um myndina má sjá á imdb.com.

Nýtt útlit

Við kynnum til sögunnar nýtt útlit á vefnum. Að þessu sinni er það Meistarinn sjálfur, Aron Ómarsson, sem prýðir forsíðuna. Hann átti fullkomið tímabil í motocrossinu í fyrra og heiðrum við hann því með þessari mynd. Myndin var tekin af Kleó á Ólafsfirði í fyrra.

Á enduro.is er mynd frá startinu á Klaustri í fyrra og var það Haraldur Ólafsson sem tók þá mynd.

Á næstu dögum verður haldið áfram að snyrta síðuna til og laga einhverja kvilla sem koma líklega upp.

UPPSELT Á KLAUSTUR

Það tók 2 klukkustundir að skrá 400 manns í TransAtlantic Off-road Challenge sem fram fer á Kirkjubæjarklaustri í maí. Skráningin hefði eflaust verið enn fljótari ef vefþjónn MSÍ hefði náð að anna eftirspurninni.

Eitthvað þarf að vinna í skráningarmálum og taka saman gögn. Vonandi fáum við heildar keppnislista innan nokkurra daga.