Vefmyndavél

Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld

Straumvatn þverað

Allir sem eitthvað ferðast um hálendi Íslands hafa þurft að þvera ár. Hvort sem það hefur verið gangandi, akandi eða ríðandi.

Slóðavinir standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um þverun straumvatns á mótorhjólum.

Námskeiðið skiptist í 4 hluta:
1. Uppruni og eðli – Fallvötn eru af nokkrum gerðum, þau hafa annað hvort augljós upptök eða óljós, og bera með sér mis mikið af efni til sjávar. Í þessu hluta verður fjallað um fallvötn út frá jarð-, land og veðurfræðilegum atriðum.
Sérstaklega verður fjallað um akstur um svæði þar sem fallvötn stjórna allri umferð um þau.
2. Búnaður – Nauðsynlegt er að taka með réttan búnað og geta brugðist við óvæntum atvikum, eins og þegar hjól fellur í vatn.
Lesa meira af Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld

Húsmúla endúró 2001 – myndband

Nokkuð góð Endúrókeppni var haldin við Húsmúla árið 2001. Hér birtist myndband sem birtist í sjónvarpsþættinum Nítró á Skjá Einum stuttu eftir keppnina. Fyrir neðan myndbandið má sjá lokastöðuna í mótinu og Íslandsmótinu í heild árið 2001.

 
Lesa meira af Húsmúla endúró 2001 – myndband

Vinnuferð á Klaustur.

Öflugar vinnukonur.

Það var öflugur hópur VÍKverja sem skundaði af stað eldsnemma á Sumardeginum fyrsta til að gera og græja aðstöðuna fyrir 6t keppnina á Klaustri. Unnið var við að setja upp niðuskipt skiptisvæði, merkja brautina, ásamt því að gera alla umgjörð betur úr garði.

Ábúendur á Ásgarði eiga mikið lof skilið því að þau eru öll af vilja gerð til að keppnin verði í framtíðinni ein sú besta skemmtun sem við hjólafók komum að. Þau eru að útbúa salernisaðstöðu, ( sem btw verður með heitu vatni ) tjaldstæði og fíneríi. Einnig hafa þau lagt mikla vinnu í að gera mýrina frægu þannig úr garði að það verði ekkert mál að rúnnta um hana. Við tókum prufuhring um brautina og sáum það að miðað við aðstæður nú þá verður þetta geðveikt í endaðan Maí. Þökkum frábærum félögum fyrir aðstoðina.

Stjórnin. Lesa meira af Vinnuferð á Klaustur.

Blautur jarðvegur?

http://img292.imageshack.us/img292/9769/p1030671gg6.jpgÞó svo að vorið liggi í loftinu, þá er langt því frá að jarðvegurinn sé farinn að þorna að einhverju viti, sýnum því skynsemi og snúum frá blautum slóðum, enda skaðar slíkur drullu akstur ímynd okkar og slóðana!!

Fyrirlestur hjá Gæslunni

Miðvikudaginn 13. apríl kemur í heimsókn til Slóðavina Viggó M. Sigurðsson, stýrimaður/sigmaður hjá Landhelgissgæslunni. Hann ætlar að fara yfir það með okkur hvað þarf að hafa í huga við móttöku þyrlu og fleira því tengdu ef ske kynni að við þyrftum á þyrlu að halda t.d við slys inná hálendi. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20:00, Arctic Trucks, Kletthálsi 3.

Við fórum í skemmtilega heimsókn í flugskýlið hjá Landhelgisgæslunni í fyrra og skoðuðum tækin og fengum að máta þyrlurnar. Nú er komið að meiri fróðleik og fræðslu, kafa aðeins dýpra í hvað þeir gera í þyrludeildinni. Hvetjum alla til að mæta.

Vor verkin hafin í Bolaöldu. Brautir og slóðar eru LOKAÐIR uns annað verður kynnt.

Búið að hreinsa snjóinn úr brautinni og lagfæra það sem hafði skemmst í vetur.

Við erum byrjuð að undirbúa vertíðina í Bolaöldum. Tóti ýtukall var fenginn til að ryðja snjónum úr brautinni og lagfæra það sem skemmst hafði í vetur. Sjáið grein frá Einari hér fyrir neðan.
Garðar er að vinna við traktorinn og ripparann, enn er verið að tjasla þessu saman með von um að dótið dugi enn eitt árið.
Vonandi getum við tilkynnt opnun á svæðinu bráðlega.
Síða 39 af 144« Fyrsta...20...3738394041...6080...Síðasta »