Vor-verkin

Tjörnin er á sínum stað, en fer óðum minnkandi

Góðir hálsar!
Nú fer í hönd árlegur tími þýðunnar.  Þá er gríðarlega nauðsynlegt að vera ekki að spóla um í drullunni sem er allsráðandi, enda flokkast slíkt sem hrein og bein skemmdarstarfsemi.
Einhver van-hugsuður ók slóða, hér fyrir ofan höfuðborgina í fyrra, sem leiddi til þess að þeir voru alveg hundleiðinlegir fram eftir öllu sumri.
Aflið ykkur upplýsinga um stöðuna á slóðunum áður en lagt er í’ann – og snúið strax við ef ástandið er eitthvað annað en gott.
Bolalda kemur þokkaleg undan vetrinum og verður farið í það fljótlega að ýta burt snjósköflum og lagfæra verstu úrrennslin.

Skildu eftir svar