Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Salminen komin á flug í GNCC

Um síðustu helgi var önnur umferð GNCC ( Grand National Cross Country  ) í Washington USA. Skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM heldur uppteknum hætti í henni Ameríku og sigraði aðra umferðina eins og þá fyrstu sem haldin var á Florida. Salminen hafði orð á því að hann hefði verið orðinn þreyttur eftir tvo hringi, en eftir þá hefði hann smollið inn og verið í control eftir það, og trúlega hefði Florida keppnin ennþá setið í honum. Glenn Kearney Suzuki varð annar og hélt Juha uppteknum allan daginn. Liðsfélagi Kearney, gamla off road hetjan Rodney Smith vann sig upp í þriðja eftir crass í byrjun og var þar mestan part dagsins, en crassaði þá aftur og endaði áttundi. Sá sem kláraði þá þriðji var Mike Lafferty KTM og fjórði liðsfélagi hans Robbie Jenks KTM.
Lesa áfram Salminen komin á flug í GNCC

Heimsmet !

Síðustu helgi gerði Ryan Capes það sem menn héldu einu sinni að væri ekki hægt. Hann setti heimsmet í langstökki á hjóli, rauf 300 feta múrinn og stökk lítil 310,4 fet, sem gerir heila 94,61 metra. Skoðið nánar hér.

GNCC lokið

Juha Salminen KTM kláraði síðustu GNCC keppnina á tímabilinu í fyrsta sæti, eftir að hafa tryggt sér titilinn fyrir hálfum mánuði. Salminen náði strax mínútu forskoti og hélt því alla keppnina. Annar varð Barry Hawk á Yamaha og þiðji Carles Mullins líka á Yamaha. Tímabilið endaði þannig að Salminen KTM náði 344 stigum, Barry Hawk Yamaha 270 og Glenn Kearney Suzuki 197.
Lesa áfram GNCC lokið

Númer 1 og 4 !!

Kristján tók eftir því að þarna er Ricky Carmichael bæði númer 1 og númer 4. Ætli hann hafi verið kærður? 🙂

RC vinnur U.S.Open

Fleiri fréttir frá Ameríkunni. En Ricky Chamichael á Suzuki vann bæði mótoin um helgina í AMA Supercross flokknum í U.S. Open keppninni í Las Vegas’ MGM Grand Garden Arena. Annar varð Michael Byrne á Kawasaki og Kevin Windham á Hondu þriðji. Þá hefur RC unnið flest sem hægt er að vinna í ár, eins og til dæmis World Supercross GP, AMA Supercross, AMA Motocross, Motocross des Nations og U.S. Open. Hvað er svo hægt að segja annað en að hann sé bestur í Motocrossinu í dag ?!?