Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

McGrath hættur!

Samkv. www.cyclenews.com er það staðfest að kallinn er búinn á því!
ST

Skóli – Svíþjóð

Öllum funheitum íslenskum hjólamönnum er boðið í cross og enduro skóla í Svíþjóð.  Gert er ráð fyrir að fara 4 apríl og koma aftur 20 apríl.  Munu þeir elta Martin Dygdt um nokkrar vel valdar motocross brautir.  Að lokum verður síðan endað á tveggja daga enduro námskeiði hjá Anders Erikson sem er margfaldur enduro meistari.  Verður stefnan tekin á að hjóla sig rænulausan.
Allir munu senda eigin hjól út í gámi og sameinast um bílaleigu-bíla.  Búið er að útvega gistingu fyrir alla.
Nauðsynlegt er að greiða staðfestingagjald fyrir áramót en markmiðið er að halda kostnaðinum í lágmarki og ánægjunni í hámarki.  Þeir sem hafa áhuga eru því hvattir til að hafa samband við Einar Sigurðsson í 577-7080.

Viðtal við Paul Edmundson

Til þess að koma viðtalinu til ykkar sem fyrst er þessi út gáfa ekki þýdd,vinsamlegast kalli til foreldri varðandi þýðingu. UK Enduro guru Paul Edmonson returns to Europe after a five year spell in the USA racing cross-country events. In his third decade of racing off road, Edmonson will ride for Husqvarna, the Italian manufacturer that has already earned him a World Enduro Titles. We spoke to the man they call „Fast Eddy“ about racing in America, Lesa áfram Viðtal við Paul Edmundson

Fast Eddie

Síðastliðinn sunnudag kepptu Reynir Jónsson og Einar Sigurðsson i Fast Eddie enduroinu sem að þessu sinni fór fram i Tong Hall i Bretlandi. Brautin lág að mestu um skóglendi og þar sem hafði rignt nokkuð var mikil drulla og trjáræturnar mjög sleipar og erfiðar viðureignar.  Voru félagarnir skraðir til þáttöku í Pro – flokki þar sem saman eru komnir allir bestu enduromenn Bretlands.
Einar keppti a KTM 450 og Reynir ók Hondu CRF 450.  Startið var ekki ósvipað því sem var á Klaustri í vor: hópur manna byrjaði keppnina med slökkt á vélunum. Strax i upphafi varð Reynir fyrir stóru áfalli þegar hjólið hans (sem var i fremstu röð við hliðina a Einari) fór ekki i gang. Upphófst mikil dramatík sem endadi ekki fyrr en meirihluti keppanda var lagður af stað og Rob Wobb sem var „makkinn“ hans Reynis kom inn á brautina og kom hjólinu i gang.   Það má segja að Reynir hafi þurft að yfirstíga stóran andlegann þröskuld við þetta óhapp og óttuðumst við sem horfðum á að hann mundi etv. missa algerlega móðinn.  Það gerði hann sem betur fer ekki og hóf keppnina med síðustu mönnum.  Ekki gott.  Fljótlega fóru hjólin þá að snúast og átti hann góða brautartíma eftir þetta.  Einar náð hinsvegar góðu starti og var greinilega í góðu formi og sýndi fantagóða takta.  Hélt hann stöðu sinni út alla keppnina og gott betur, því hann náði að kroppa i eitt og eitt sæti er menn fóru að detta út.  Greinilegt að hann er í æfingu, bæði á hjólinu og að keyra á erlendri grundu.  Í lok dags var Einar i 16 sæti og Reynir i 19 sæti sem verður að teljast góður árangur í Pro flokki.  Ég fékk tækifæri til að aka brautina i lok keppninar. Hrikalega sleip, krefjandi brekkur, allt á kafi í trjám og djúp drulla….. ekkert grín í þriggja tíma keppni.  Hefði ég þurft að aka alla keppnina hefði ég ekki verid lengi ad láta mig hverfa ofan i einhverja lautina með bjór í annari og vindil i hinni.  Að keppni lokinni var „fagnað“ med viðeigandi hætti glæsilegri frammistöðu okkar manna.  DBR voru mjög hrifnir af frammistöðu drengjanna.  Ljóst er að slíkum víkingaferðum fylgir gríðarleg ný reynsla.  Til hamingju strákar með flotta frammistöðu……4

KTM ævintýrið í Austurríki

Mynd: KG - Einar dauðuppgefinn eftir ferðina; Viggó klár að taka við

Ferð Team KTM Shell – Coca-Cola – KitKat  til Austurríkis heppnaðist vel

Tilfinningar íslensku Austurríkisfaranna voru blendnar þegar þeir horfðu upp eftir brautinni sem beið þeirra í skíðabrekkum hins 2000 metra háa fjalls við Saalbach Hinterglemm í Austurríki s.l. föstudag og höfðu menn á orði að þetta væri með því svakalegra sem þeir hefðu séð; þarna væri í orðsins fyllstu merkingu á brattann að sækja. Það átti líka eftir að koma í ljós við upphaf keppninnar á laugardagsmorgninum að menn þurftu að taka á öllu sínu og rúmlega það.

Snemma á föstudagsmorgninum mætti Team KTM Island, þeir Viggó Viggósson, Einar Sigurðarson, Jón B. Bjarnason og Helgi Valur Georgsson, ásamt liðsstjóranum Karli Gunnaugssyni, hjá KTM-verksmiðjunni í Austurríki, en þar biðu þeirra tvö splunkuný hjól sem verksmiðjan lánaði þeim til keppninnar. Nokkrum klukkustundum var eytt í að gera hjólin keppnisklár, en þetta voru KTM 200-hjól og KTM 400-Motocrosshjól. Lesa áfram KTM ævintýrið í Austurríki