Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Juha Salminen GNCC meistari

Finninn Juha Salminen KTM sem er tífaldur heimsmeistari í Enduro hefur nú bætt GNCC titli í safnið. Juha fór sem kunnugt er í víking til USA til að takast á við nýja hluti. Hann hefur sagt að hann hafi verið orðinn leiður á því að fara alltaf sama hringinn mótaröðinni í Evrópu og því ákveðið að prófa að keppa í USA til að skipta um umhverfi. Hann vissi ekkert hvað hann var að fara út í, og keppti á 2 stroke hjóli af þeirri einföldu ástæðu að hin liðin gerðu það. " Það sem er skemmtilegast er að allir staðir eru nýjir fyrir mér hér og ég hef litla hugmynd um hvað ég er að fara út í á hverjum stað" sagði Salminen. Juha hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna og óhætt að segja að þessi rólegi Finni hafi tekið þá í kennslustund á útivelli. Enn er eftir ein umferð í GNCC, en úrslitin í keppninni um helgina eru hér:
Lesa áfram Juha Salminen GNCC meistari

KTM þrefaldir heimsmeistarar í WEC

Þetta var svakaleg helgi fyrir KTM í World Enduro Championship ( WEC), en áttunda umferðin var þá haldin í Grikklandi. KTM liðið innsiglaði heimsmeistaratitla í öllum flokkum í keppninni. Í E1 var það spánverjinn Ivan Cerventes á KTM 250 EXC-F, í E2 var það Finninn Samuli Aro á KTM 450 EXC og í E3 er það Íslandsvinurinn og Bretinn frá Isle of Man á KTM 525 EXC. Svo lönduðu þeir einnig titlunum í flokki framleiðanda í E1 og E3, en allt er enn opið í E2. Nánari staða í áttundu umferðinni er hér:
Lesa áfram KTM þrefaldir heimsmeistarar í WEC

Salminen sigrar GNCC 11. umferð

11. umferð GNCC fór fram um helgina og skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM sigraði. Salminen datt í fyrstu begju og setti lítið gat á pústið hjá sér, sem reyndar varð stærra þegar á leið keppnina og einnig skemmdi hann bensínbarkann, en sem betur fer tók hann ekki eftir því fyrr en eftir keppnina. Eftir krassið var hann með þeim síðustu en var kominn í topp þrjá eftir fyrsta hring. Eina alvöru keppnin sem hann fékk var frá Barry Hawk á Yamaha og Nathan Kanney Yamaha. Þeir þrír skiptust á að hafa forystu í keppninni. Ekki leið á löngu þar til að þessir þrír fóru að hringa hægari ökumenn og þá hægustu hringuðu félagarnir þrisvar, þótt að keppnin hafi verið átta hringir. Salminen sigraði með mínútu mun, Kanney varð annar og Hawk þriðji. Salminen hefur nú 55 stiga forystu í keppninni.
Lesa áfram Salminen sigrar GNCC 11. umferð

ISDE lokið með sigri Ítala

Eftir erfiða viku með óteljandi erfiðum brekkum, börðum, ám , slóðum og fl. lauk ISDE 2005 um helgina með sigri Ítala, aðrir urðu Finnar og þriðju Svíar. Í Ítalska liðinu voru Alessandro Botturi (KTM), Alessandro Belometti (KTM), Simone Albergoni (Honda), Alessadro Sanni (Hon), Alessio Paoli (TM) og Guillano Falgari. Ítalir kláruðu urðu rúmlega mínútu á undan Finnum, sem er í raun ótrúlega lítill munur á 6 dögum. Í einstaklingskeppninni sigraði Íslandsvinurinn David Knight KTM og annar varð Stafan Merriman á Yamaha. Nánari úrslit hér:

Lesa áfram ISDE lokið með sigri Ítala

ISDE dagur 2

Ítalarnir hafa bitið í skjaldarrendurnar, snúið upp á rörið og unnu annan daginn í 6 days og eru komnir í fyrsta sæti í liðakeppninni á undan Frökkum og Finnum. David Knight hefur gert það sama, en hann sigraði í gær og er nú kominn 10 sek o/a á undan Merriman sem varð í öðru sæti. Þetta er að fara að minna á keppnina 2003 þar sem Everts og Merriman skiptust á forystu í hörku keppni.
Lesa áfram ISDE dagur 2

ISDE dagur 1

Eftir fyrsta keppnisdag í Slovakíu leiða Frakkar, aðrir eru Ítalir og þriðju Finnar. Ástralinn Stefan Merriman var hraðastur í gær og Bretinn Íslandsvinurinn David Knight örstutt á eftir honum, en liðin þeirra eru í fimmta og sjötta sæti. Merriman var í miklu stuði og sagði að honum líkaði brautin mjög vel og að þetta væri nánast sama braut og keppt var í heimsmeistarkeppninni í fyrra, þannig að hann gat sett hjólið strax hárrétt upp, en hafa bæri í huga að þetta væri einungis fyrsti dagurinn og allt gæti gerst. Nánari úrslit hér fyrir neðan.
Lesa áfram ISDE dagur 1