Salminen komin á flug í GNCC

Um síðustu helgi var önnur umferð GNCC ( Grand National Cross Country  ) í Washington USA. Skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM heldur uppteknum hætti í henni Ameríku og sigraði aðra umferðina eins og þá fyrstu sem haldin var á Florida. Salminen hafði orð á því að hann hefði verið orðinn þreyttur eftir tvo hringi, en eftir þá hefði hann smollið inn og verið í control eftir það, og trúlega hefði Florida keppnin ennþá setið í honum. Glenn Kearney Suzuki varð annar og hélt Juha uppteknum allan daginn. Liðsfélagi Kearney, gamla off road hetjan Rodney Smith vann sig upp í þriðja eftir crass í byrjun og var þar mestan part dagsins, en crassaði þá aftur og endaði áttundi. Sá sem kláraði þá þriðji var Mike Lafferty KTM og fjórði liðsfélagi hans Robbie Jenks KTM.

Skildu eftir svar