Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Gamlir fjendur æfa saman

Ricky Carmichael og Chad Reed börðust oft hatrammri baráttu í supercrossinu í Ameríku fyrr á þessum áratug. RC hafði oftast betur enda er hann The GOAT. Nú þegar Reed er kominn á Súkku er þeir farnir að æfa saman eða allavega farnir að leika sér í sama sandkassanum og okkur til mikillar ánægju náði dótturfélag MXTV í USA af þeim nokkrum myndum sem við sjáum hér.
Nú er bara að krossleggja fingurna og sleppa því að biðja um eitthvað í jólagjöf, nú verða allir að biðja um að SÝN haldi áfram að sýna Supercrossið þrátt fyrir helv… krexxuna.
Smellið HÉR.

Ítalíuferð í máli og myndum

Kári Jónsson fór fyrir stuttu síðan og keppti í endúrokeppni á Ítalíu og sendi faðir hans Jón Hafsteinn Magnússon JHMsport þessa grein.

Um kvöldið þegar við komum út sótti okkur á flugvöllinn Enduro liðstjóri TM Racing Tullio Provini.Tullio Provini er þekktur ökumaður og síðari ár sem liðstjóri og mekki. Tullio býr í Bologna og hefur þar aðstöðu fyrir keppnishjólin.
Á sunnudeginum fórum við að prófa græjuna, það var gert á krossbraut í nágrenninu. Æfingin tókst vel og Kári ánægður með hjólið svo var farið heim og hjólið þrifið og sjænað. Þá var farið að ræða fyrirkomulag keppninnar og kom í ljós að hún var að styrkleika eins og umferð í Heimsmeistara mótinu enda margir Ítalir á toppnum þar. Lesa áfram Ítalíuferð í máli og myndum

Engin kreppa hjá BMW

Knight
BMW Motorrad hefur gert samning við þrjá ofur-ökumenn fyrir Enduro heimsmeistaramótið 2009. Það eru engir aðrir en Man-eyjarbúinn David Knight (margfaldur WEC, GNCC og Klaustur meistari ) og svo Finnarnir, Juha Salminen (sautján sinnum WEC meistari) og Marko Tarkkala sem munu aka fyrir BMW í öllum átta umferðunum.

BMW hefur einning á prjónunum að taka þátt í einhverju umferðum bandarísku GNCC keppninnar.
Það má því búast við því að BMW setji mark sitt á enduro keppnir næsta árs.

Bandaríkjamenn sigruðu

Bandaríkjamenn sigruðu Motocross of Nations keppnina sem lauk í dag. Sigurinn virtist vera nokkuð öruggur þangað til að James Stewart datt í síðasta mótói eftir að hafa keyrt á heybagga og það tók hann mjög langan tíma fyrir hann að koma hjólinu aftur í gang. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að þeir sigruðu keppnina í 19 sinn, Frakkar voru í öðru sæti og Belgar í því þriðja, einu stigi á undan Bretum sem náðu fjórða sæti. Myndir frá keppninni í dag eru komnar inn á vefalbúmið.

Lesa áfram Bandaríkjamenn sigruðu

ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

Keppnin á öðrum degi var erfið og duttu 34 keppendur út en sem betur fer ekki nema 3 slasaðir.
Keppnin fór fram í sandi eins og fyrsti dagurinn og voru margir keppendur komnirmeð nóg af öllum sandinum og hlakkaði til lþriðja keppnisdags en þá yrðu eknar aðrar leiðar.
Finnar stóðu uppi með forustu yfir heildina á öðrum degi, í öðru sæti Ítalía og í þriðja sæti Frakkar. Í fyrstu sætum eru þeir Juha Salminen(Finnland, KTM), Cristóbal Buerrero(Spánn, Yamaha), Kurt Caselli(USA,KTM). Í keppni ungra ökumanna eru Spánverjar með forustu.
Dagur 3:
Lesa áfram ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

ISDE 2007 Chile dagur 1

Viðbúnaður fyrir keppnina er heilmikill, 160 lögreglumenn verða á vakt í kringum keppnina.
Að þessu sinni eru 510 keppendur frá 30 löndum.
Fyrstu keppendur sem fóru af stað voru finninn Jari Mattila(KTM), bretinn Tom Sagar(KTM) og argentínumaðurinn Franco Caimi(Yamaha) en keppendur eru ræstir 3 í einu með 1 mínútu millibili.

Forustulið eftir fyrsta dag eru Frakkar í heimsbikarnum og Spánverjar í keppni ungra ökumanna.

Röðin í heimsbikarnum er svo eftirfarandi:

Lesa áfram ISDE 2007 Chile dagur 1