Vefmyndavél

Bandaríkjamenn sigruðu

Bandaríkjamenn sigruðu Motocross of Nations keppnina sem lauk í dag. Sigurinn virtist vera nokkuð öruggur þangað til að James Stewart datt í síðasta mótói eftir að hafa keyrt á heybagga og það tók hann mjög langan tíma fyrir hann að koma hjólinu aftur í gang. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að þeir sigruðu keppnina í 19 sinn, Frakkar voru í öðru sæti og Belgar í því þriðja, einu stigi á undan Bretum sem náðu fjórða sæti. Myndir frá keppninni í dag eru komnar inn á vefalbúmið.

Leave a Reply