Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Myndir frá krakkaæfingu VÍK í sumar

Hópurinn hlustar á Arnar Inga

VÍK stóð fyrir krakka- og unglingaæfingum í sumar eins og undanfarin ár. Þar voru framtíðarökumenn landsins samankomnir að læra undirstöðurnar í motocrossi og margir þeirra með drauma um Íslandsmeistaratitla í framtíðinni, bæði stelpur og strákar.

Undirritaður kíkti á æfingu í Bolaöldu í sumar og loksins koma myndirnar nú á vefinn. Gulli og Helgi Már hafa staðið fyrir æfingunum en þegar okkur bar að garði voru þeir báðir í fríi og Aron Berg og Arnar Ingi leystu þá af.

Vefalbúmið

Kári Íslandsmeistari í Endúró með fullt hús stiga

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Endúró 2011

Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.

Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:

  • ECC-1 : Kári Jónsson
  • ECC-2 : Eyþór Reynisson
  • Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
  • B flokkur: Guðbjartur Magnússon
  • B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
  • Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir

Nánari úrslit eru á MyLaps

Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á brautinni heldur VÍK bikarkeppni.
Keppnisfyrirkomulag er einfalt og á skemmtunin að vera aðalatriðið.
Skráningu líkur föstudagskvöldið 12. ágúst kl: 23.00 Brautin verður opin eftir mótið til kl 17:00.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur á milli flokka.
Hópur 1. 85cc kk og kv + Kvenna, B og 40+ flokkur. 10 mín + 1 hringur, tvö moto.
Hópur 2. Unglinga, MX1 og MX2. ( valdir menn úr B og + 40 ) 15 mín + 1 hringur. tvö moto

Kostnaður kr: 3000.

Dagskrá með fyrirvara um fjölda keppenda. 

Nítro býður keppendum uppá sérverð á leigusendum fyrir þessa keppni kr: 3.000. Hafið samband við Nítró til að fá nánari upplýsingar.

Lesa áfram Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Hákon B. Gunnarsson á flugi yfir Akureyri - verður hann á Egilsstöðum? Mynd fengin að láni hjá Sverri greifa - www.motosport.is

Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.

Góð skráning

Alls eru rúmlega 80 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem verður á laugardaginn í Skagafirðinum. Athyglisvert er hvernig skráning í flokkana 7 skiptist. Unglingaflokkurinn er stærstur með 19 skráða, B-flokkurinn kemur næstur með 16 og svo stelpurnar eru svo 15 talsins. Reyndar eru 16 stelpur skráðar til leiks því Bryndís Einarsdóttir keppir í unglingaflokki.

Ekki er eins góð þátttaka í 85flokknum og svo stóru flokkunum. Aðeins 10 þátttakendur eru í 85 flokknum, aðrir 10 í MX2 og svo aðeins 6 í MX-Open!