Æfing í Svíþjóð

Gulli og Ingvi Björn

Þrír ungir Íslendingar úr KTM racing team voru á æfingu í Svíþjóð í dag. Þetta eru þeir Gunnlaugur Karlsson, Guðbjartur Magnússon og Ingvi Björn Birgisson. Strákarnir komu til Svíþjóðar í vikunni og var þetta þriðji hjóladagurinn þeirra en þeir ætla að vera í Svíþjóð yfir páskafríið og jafnvel lengur.

Klúbburinn sem á brautina heitir Landskrona Motorsklubb en brautin heitir Saxtorp.

Undirritaður mætti á svæðið og smellti nokkrum myndum af þeim. Hér er Vefalbúmið.

Skildu eftir svar