Sænskur ökumaður með námskeið á Íslandi

Linus á æfingu í Saxtorp

Einn hraðasti ökumaðurinn í Svíþjóð kemur til Íslands til að keppa í fyrstu umferðinni í Motocrossinu á Sauðarkróki, hann mun lenda á Íslandi daginn fyrir Klaustur og vera á landinu í 12 daga. Hann mun fylgjast með keppnini á Klaustri og verður svo staddur í Reykjavík vikuna fyrir Sauðarkrók og vikuna eftir Sauðarkrók.

Ökumaðurinn heitir Linus Sandahl og hefur keppt í World Mini GP og endaði þar í sjötta sæti, hann hefur lítið búið í Svíþjóð síðustu ár, hann var á saminingi hjá MX Heaven í Californiu þar sem hann bjó, keppti og sótti skóla í nokkra mánuði.

Linus Sandahl keyrir fyrir Enzo Suspension í Svíþjóð og er einnig test ökumaður fyrir þeim, nýverið skrifaði Linus undir samning við þá um keppa í AMA Supercross West Lites seríuna í Ameríku tímabilið 2012.? Síðustu mánuðir hafa verið skemmtilegir hjá Linus þar sem hann hefur eitt rosalegum tíma á brautinni með Enzo Suspension ásamt því að læra að setja upp og laga dempara.

Fyrir þá sem ekki vita er Enzo Suspension með þeim stærri í dempara bransanum, þeir setja upp dempara fyrir rosalega marga ökumenn í AMA Motocross & Supercross.
Linus ætlar að vera með Motocross og demparanámskeið á brautunum í kringum Reykjavík á þessum tveim vikum þar sem hann ætlar að hjálpa þér að ná tökum á hjólinu og hjálpa þér að ná loksins þínum dempurum til að fjaðra sem best svo að þú náir sem mesta útúr dempurum hjólsins.

Þetta er eitthvað sem hefur vantað heima í nokkur ár, einhver sem getur horft á þig hjóla og hjálpað þér með demparana í hjólinu.

Láttu mann með reynslu hjálpa þér…….

Æfingabúðir 1
10 Ökumenn
30 May / Mánudagur       17:00-21:00 (motocross & fjöðrun)
1 June / Miðvikudagur  17:00-21:00 (motocross & fjöðrun)
12.000.- krónur á hvern ökumann

Æfingabúðir 2
10 Riders
6 June / Mánudagur        17:00-21:00 (motocross & fjöðrun)
8 June / Miðvikudagur   17:00-21:00 (motocross & fjöðrun)
12.000.- krónur á hvern ökumann

Einkaþjálfun
2 klst    15.000.- (hvenær sem er)
2 klst    23.000.- (fyrir tvo ökumenn, hvenær sem er)

Skráning í gegnum gk@ktm.is

Linus á æfingu með Gulla #111 í Saxtorp
Linus á æfingu í Saxtorp
Linus #157 var annar í fyrstu beygju í fyrstu umferðinni í sænska um daginn
Flottur stökkstíll
Linus var í baráttunni en datt og viðbeinsbrotnaði stuttu seinna

 

 

Skildu eftir svar