Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Yfirlýsing frá KKA vegna vali á landsliði í MXON

Stjórn KKA vill koma að athugasemdum við val á liði sem á að fara á Motocross of Nations í Frakklandi.

KKA – Akstursíþróttafélag

Akstursíþróttafélag vélsleða- og véhjólamanna á Akureyri
e mail: th@ALhf.is
Vættagili 24, 603 Akureyri
sími: 892 9806, 460 9800, fax. 460 9801

Yfirlýsing stjórnar KKA vegna vals í landslið Íslands í MX

birt á vef KKA og send stjórn MSÍ f.h. valnefndar og liðstjóra

Á vef MSÍ kemur fram val á mönnum í landslið Íslands fyrir Motocross of Nations 2011, sbr. http://msisport.is/pages/frettir/;jsessionid=5C82D609B52ADD269249965B3E2 B7743?iw_content_rs_url=%2Fcontent%2Ffiles%2Fcms%2Farticle%2F2011 %2F08%2F20110804-0922.article .

Stjórn MSÍ skipaði Gunnlaug Karlsson liðstjóra landsliðsins ennfremur samþykkti stjórn MSÍ að skipa Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson til að velja landslið í samráði við Gunnlaug til að keppa á Motocross of Nations þann 17. og 18. sept. n.k. í Frakklandi.

Lesa áfram Yfirlýsing frá KKA vegna vali á landsliði í MXON

Bolaöldubraut Lokuð Þriðjudag 09.08.2011

Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð á morgun Þriðjudag. Unnið verður með jarðýtu í brautinni. Brautin opnar aftur á Miðvikudag kl 18:00.

Brautarstjórn

Landsliðið valið

Stjórn MSÍ samþykkti á stjórnarfundi 25.07.2011 að Gunnlaugur Karlsson tæki við liðstjórn landsliðs MSÍ fyrir Motocross of Nations, einnig var samþykkt á sama stjórnarfundi að Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson myndu f.h. MSÍ velja landslið í samráði við Gunnlaug til þáttöku í Frakklandi 17. og 18. September eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross.

Landsliðþjálfarinn Gunnlaugur Karlsson hefur tilkynnt lið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram í Frakklandi dagana 17. og 18. september.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2011:

MX1 – Viktor Guðbergsson / Suzuki
MX2 – Eyþór Reynisson / Honda
MX Open – Kári Jónsson / TM Racing
Liðstjóri: Gunnlaugur Karlsson

Lesa áfram Landsliðið valið

Opnunartímar Bolaöldubrauta

Breytingar á opnunartíma fram að MX Bolaöldu 2011. Brautin lokar 18.o8.2011.

  • Mánudagar      18 – 21.
  • Þriðjudagar      14 – 21.
  • Miðvikudagar  18 – 21.
  • Fimtudagar      14 – 21.
  • Föstudagar       18 – 21.
  • Laugardaga      10 – 18.
  • Sunnudaga        10 – 18.

Lokað verður einhvern dag, í næstu viku, vegna jarðýtuvinnu í brautinni. Fylgist með hér á netinu.

Endúróbrautin er alltaf opin.

Toppaðstæður á Akureyri

Linus Sandahl keppir á Akureyri á mogun

Góð stemmning hefur nú þegar myndast fyrir motocross keppnina á Akureyri sem fram fer á morgun. Bærinn er fullur af fólki, blankalogn og funheitt en ekkert sólskin. Flestir keppendur eru komnir á staðinn og margir þeirra hafa jafnvel verið þar alla vikuna við stífar æfingar. Brautin er búin að vera frábær í allt sumar og Akureyringar láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram að bæta aðstöðuna með nýjum pitt og svo eru þeir nú að bæta í brautina meiri trjáspæni til að gera hana enn betri. Rakastigið í henni hefur verið frábært í allt sumar og segja heimamenn að þó það rigni lítilsháttar á morgun eigi brautin eftir að þola það vel.

Eyþór Reynisson kemur í keppnina með fullt hús stiga en fær væntanlega enn meiri samkeppni en hingað til því að þessu sinni er skráður til keppni ungur sænskur ökumaður sem heitir Linus Sandahl og hefur verið framarlega í Sænsku keppnunum undanfarin ár. Hann er 18 ára og keppir í sænska MX2 og var að gera góða hluti þar til hann viðbeinsbrotnaði í vor. Hann er kominn í toppform aftur og líklegur til að gera góða hluti.

 

Red Bull roManiacs lokið

Graham Jarvis
Og þá er bara síðasta sérleiðin eftir sem verður soldið lituð af Vodka og Red Bull…..

Besta saga dagsins er af Xavi Galindo frá Spáni, hann lenti í því að missa út hjá sér GPSið og villtist þar af leiðandi af leið. Við það að leita af rétta slóðanum missir hann hjólið niður snar bratta grjót brekku. Hans eina leið var að skilja eftir hjólið og syndi yfir vatnið til að leita eftir hjálp, það var víst mögnuð sjón að sjá kall greyið koma röltandi á nærbuxunum einum fata í service hléið. En hérna er aldrei gefist upp, það var fundinn einn góðhjartaður Rúmeni sem sylgdi yfir vatnið með þá og sótti hjólið, hann gat því klárað daginn.

Ég er ekki búinn að heyra staðfest úrslit en þetta er röðin á þeim í endamark dagsins:

1# Graham Jarvis, ENG, Husaberg

2# Chris Birch, NZL, KTM

3# Andreas Lettenbircheer, DEU, Husqvarna

4# Paul Bolton, GBR, KTM

Að öllum líkindum vann Jarvis og Birch varð annar en Letti og Paul gætu hafa skipst á sætum.