Red Bull roManiacs lokið

Graham Jarvis
Og þá er bara síðasta sérleiðin eftir sem verður soldið lituð af Vodka og Red Bull…..

Besta saga dagsins er af Xavi Galindo frá Spáni, hann lenti í því að missa út hjá sér GPSið og villtist þar af leiðandi af leið. Við það að leita af rétta slóðanum missir hann hjólið niður snar bratta grjót brekku. Hans eina leið var að skilja eftir hjólið og syndi yfir vatnið til að leita eftir hjálp, það var víst mögnuð sjón að sjá kall greyið koma röltandi á nærbuxunum einum fata í service hléið. En hérna er aldrei gefist upp, það var fundinn einn góðhjartaður Rúmeni sem sylgdi yfir vatnið með þá og sótti hjólið, hann gat því klárað daginn.

Ég er ekki búinn að heyra staðfest úrslit en þetta er röðin á þeim í endamark dagsins:

1# Graham Jarvis, ENG, Husaberg

2# Chris Birch, NZL, KTM

3# Andreas Lettenbircheer, DEU, Husqvarna

4# Paul Bolton, GBR, KTM

Að öllum líkindum vann Jarvis og Birch varð annar en Letti og Paul gætu hafa skipst á sætum.

Skildu eftir svar