Vefmyndavél

Landsliðið valið

Stjórn MSÍ samþykkti á stjórnarfundi 25.07.2011 að Gunnlaugur Karlsson tæki við liðstjórn landsliðs MSÍ fyrir Motocross of Nations, einnig var samþykkt á sama stjórnarfundi að Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson myndu f.h. MSÍ velja landslið í samráði við Gunnlaug til þáttöku í Frakklandi 17. og 18. September eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross.

Landsliðþjálfarinn Gunnlaugur Karlsson hefur tilkynnt lið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram í Frakklandi dagana 17. og 18. september.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2011:

MX1 – Viktor Guðbergsson / Suzuki
MX2 – Eyþór Reynisson / Honda
MX Open – Kári Jónsson / TM Racing
Liðstjóri: Gunnlaugur Karlsson

Ofangreindir voru allir sammála um valið.
Helstu rök fyrir valinu eru eftirfarandi.
Eyþór Reynisson: Okkar lang besti ökumaður þetta árið og leiðir Íslandsmótið í Opnum flokki.
Kári Jónsson: Hann hefur sýnt ótrúlega framför á árinu, leiddi moto 1 á Sauðárkrók, vann 4. umferð á Akureyri. Löng keppnisreynsla og mjög sterkur ökumaður.
Val á þriðja ökumanni var ekki auðvelt en þar stóð val á milli Bjarka Sigurðssonar og Viktors Guðbergssonar. Báðir hafa átt góða spretti á árinu og Bjarki hefur náð heldur betri árangri þegar litið er yfir heildina í fyrstu fjórum keppnum ársins.
Þegar skoðaðir eru bestu tímar á þeim tveimur hefur Viktor staðið sig betur
í öllum 4 tímatökum ársins en Bjarki hefur náð betri tíma á einstakann hring í Moto fimm sinnum en Viktor þrisvar.
Viktor hefur mikla reynslu af keppnum erlendis og keppti með landsliðinu árið 2009, þessa reynslu teljum við dýrmæta fyrir liðið og einnig að Viktor keppir á 450cc (MX1) hjóli en Bjarki á 250cc (MX2). Teljum við að reynsla Viktors og 450cc (MX1) hjól sé betra fyrir heildarútkomu liðsins og hefur því Viktor verið valinn sem þriðji ökumaður liðsins 2011.

Næstu vikur munu fara í undirbúning landsliðsins fyrir keppnina þar sem drengirnir munu æfa stíft saman.
Stefnt er að halda MXON Bikarmót í lok mánaðarins.
Þeir sem vilja styrkja liðið geta haft samband við Gunnlaug í gegnum email gk@ktm.is

Stjórn MSÍ. Reykjavík 4.ágúst. 2011

Leave a Reply