Toppaðstæður á Akureyri

Linus Sandahl keppir á Akureyri á mogun

Góð stemmning hefur nú þegar myndast fyrir motocross keppnina á Akureyri sem fram fer á morgun. Bærinn er fullur af fólki, blankalogn og funheitt en ekkert sólskin. Flestir keppendur eru komnir á staðinn og margir þeirra hafa jafnvel verið þar alla vikuna við stífar æfingar. Brautin er búin að vera frábær í allt sumar og Akureyringar láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram að bæta aðstöðuna með nýjum pitt og svo eru þeir nú að bæta í brautina meiri trjáspæni til að gera hana enn betri. Rakastigið í henni hefur verið frábært í allt sumar og segja heimamenn að þó það rigni lítilsháttar á morgun eigi brautin eftir að þola það vel.

Eyþór Reynisson kemur í keppnina með fullt hús stiga en fær væntanlega enn meiri samkeppni en hingað til því að þessu sinni er skráður til keppni ungur sænskur ökumaður sem heitir Linus Sandahl og hefur verið framarlega í Sænsku keppnunum undanfarin ár. Hann er 18 ára og keppir í sænska MX2 og var að gera góða hluti þar til hann viðbeinsbrotnaði í vor. Hann er kominn í toppform aftur og líklegur til að gera góða hluti.

 

Ein hugrenning um “Toppaðstæður á Akureyri”

Skildu eftir svar