Vefmyndavél

Nýjar motocrossreglur

Gömul útgáfa hefur verið hér á vefnum af motocrossreglunum og hafa nokkur smáatriði breyst í nýjustu útgáfunni sem hefur verið sett inn á vefinn núna.

Lesa meira af Nýjar motocrossreglur

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ

MotoMos er að tækla bæjaryfirvöld vegna afnota af landi.  Meðfylgjandi er svar Bæjaryfirvalda ásamt athugasemdum frá MotoMos.

Bréf frá Mosfellsbæ til MotoMos.
Málefni: Erindi vélhjólaklúbbsins MotoMos um afnot af landi á Leirvogstungumelum.
Á 29, fundi skipulags og bygginganefndar Mosfellsbæjar 29 mai 2001 var fyrirspurn yðar til umfjöllunar og svohljóðandi bókun var gerð:
Vísun frá fundi íþrótta og tómstundanefndar þ. 8. mai 2001.
Frestað.
Næsti fundur skipulags og bygginganefnadar verður haldinn þ. 12 júní 2001,
Virðingarfyllst,
f.h. Tækni og umhverfissviðs:
Tryggvi Jónsson, Bæjartæknifræðingur. ( Tilvitn. líkur )

Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem eru í nefndinni eru þessa dagana að leita að leið til að sleppa frá hugsanlegri ábyrgð á braut handa okkur. Ef þeir finna aðferð fljótlega til að senda þetta eitthvert annað innan bæjarkerfisins gera þeir það á næstu vikum.  Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir tækla þá staðreynd að mörg minni bæjarfélög landsins, t.d. Selfoss. Þorlákshöfn, Ólafsvík, Akureyri, Grindavík, Vestmannaeyjar og fleiri á leiðinni, sýna mun meiri vilja til að halda þeirri traffík og innkomu sem fylgir íþróttum í sinni heimabyggð.  Það er ljóst að með hverri keppni koma yfir 100 keppendur og aðstoðarmenn auk áhorfenda. Allir skilja eitthvað eftir í þjónustufyrirtækjum viðkomandi bæjarfélags.  Á meðan verðum við að halda gryfjunum í horfinu, án þess að eyða eða reikna með of miklu í málið.
Við höldum okkar striki þó hægt fari.
MotoMos:)

Úrslitin frá Vestmannaeyjum

Hérna koma úrslitin úr Motocrossinu í Vestmannaeyjum, restin kemur seinna, þ.e. tímar úr hverju motoi fyrir sig o.s.frv. Fullt af keppendum er nú veðurtepptur í Eyjum þar sem ekki er flogið vegna veðurs. Í kvöld verður hörkuskemmtun í Herjólfsdal þar sem búið er að setja upp tjald og skapa á sanna Þjóðhátíðarstemmningu. Stimpilhringirnir koma fram og er nokkuð ljóst að þeir verða beðnir um að koma fram á næstu þjóðhátíð. Árni Johnsen ætlar einnig að mæta á svæðið og taka kartöflusönginn hinn eina sanna. Af útlendingunum er það af frétta að Joe Columbrero mætti og keppti í B flokki en gekk ekki sem skyldi. Tom Webb gat ekki mætt af óviðráðanlegum orsökum en því miður var þetta síðbúið aprílgabb af hálfu Castrolliðsins. Þess má geta að þó Castrolliðið hafi ekki gengið eins og áætlað var í keppninni er nokkuð ljóst að þeir hafi unnið „flottfaktorinn“ svokallaða þar sem þeir dreifðu plakötum af liðinu og gáfu út geisladisk sem gefin var á keppninni.Þá er fréttum úr Eyjum lokið, Kv. Eva Björk Fréttaritari VÍK í Eyjum.

Umsjónarmaður vefsíðunnar er staddur upp á hálendi og ekki í aðstöðu til að koma efninu frá sér á viðunandi hátt þar sem gagnahraði (tengihraði) netsins í gegnum GSM síma er lítill.  Samt sem áður hefur öllum upplýsingum verið komið á framfæri þó svo „útlitið“ á efninu sé hrátt.

Úrslit

MotoMos til umfjöllunar í Bæjarráði Mosfellsbæjar

Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi MotoMos eftirfarandi þann 20/4-01.
Á 513. fundi bæjaráðs sem haldinn var þann 18/4-01 var framangreint erindi tekið til afgreiðslu og eftirfarandi bókun samþykkt.  „Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til skoðunar og umsagnar íþrótta og tómstundanefndar.“
Steini Tótu segir að „þetta þýðir svo sem ekki neitt merkilegt en skrefið er þó að baki.  Kosturinn er að við eigum hauk í horni í nefndinni og vonumst eftir jákvæðri umfjöllun í henni.  Fram að því höldum við í horfinu í gryfjunum og allt verður sem fyrr. Við höfum engann skýlausan rétt til að vera þarna en við erum í sátt við alla eins og er.  Eftir nokkra svona stjórnmálaleiki má fara að reikna með svari. Þ.e. þegar allir sem að málinu koma verða búnir að firra sig ábyrgð. Tekur meiri tíma en við höfum svo sem nóg af honum. Og það kemur alltaf meira af honum.“

Æfing í Ólafsvík

Um 10 manns, Team Green og Team VHS mættu í Ólafsvík um helgina og keyrðu í 2 daga.  Hífandi norðanátt, 1 stigs hiti og grá jörð.  Skv. frásögn Steina Tótu sló Valdi í gegn og Reynir var helillur á nýja 470 berginum.  Stakk alla af.  Raggi krassaði illa og vissi ekkert hvort hann var að koma eða fara.  Keyrði eins og kelling eftir það og vissi ekki hvað sneri fram og aftur á hjólinu.

Síða 78 af 78« Fyrsta...2040...7475767778