Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

mbl.is fjallar um utanvegaakstur

Á mbl.is er grein um fólk sem gekk að mönnun vera að … „að drösla hjólum sínum í gegnum girðingu“

Hér er greinin í heild.

Texti og mynd er frá mbl.is
Mennirnir hættu við að fara inn fyrir girðingu sem afmarkar vatnsból Hafnfirðinga í Reykjanesfólkvangi.

Erfitt að eiga við akstur innan verndarsvæðisins

„Við þekkjum þetta vandamál vel. Utanvegaakstur er náttúrlega algengt vandamál úti um allt land og við höfum reynt að láta lögregluna vita en það er ósköp lítið sem við getum gert, því þeir fara mjög hratt yfir á þessum mótorhjólum.“

Þetta segir Berglind Guðmundsdóttir, arkitekt á skrifstofu skipulags- og byggingarmála hjá Hafnarfjarðarbæ.

Göngufólk á útivistarsvæði í upplandi Hafnarfjarðar, við Helgafell ofan Kaldárbotna, gekk um helgina fram á tvo vélhjólamenn þar sem þeir voru í miðju kafi að drösla hjólum sínum í gegnum girðingu umhverfis vatnsverndarsvæði Hafnarfjarðar. Svæðið tilheyrir Reykjanesfólkvangi og er opið göngufólki en ekki vélknúnum ökutækjum auk þess sem akstur utan vega er að sjálfsögðu ólöglegur alls staðar.

„Við höfum aðeins rætt það að ráða landvörð í gæslu á náttúruverndarsvæðum bæjarins, bæði til þess að afstýra þessu vandamáli og eins gróðureldum og öðrum sem er verið að kveikja á þessum árstíma. Allt hraunið þarna í upplandinu er á hverfisvernduðu svæði og þarna erum við búin að friða mikið af óhreyfðum hraunum og náttúruvættum auk þess sem við þurfum að vernda vatnsbólið í Kaldárbotnum,“ segir Berglind.

Tengill á frétt

Skráningu lýkur í kvöld

Létt áminning:

Skráningu í fyrstu umferðina í Enduró Cross Country lýkur í kvöld klukkan á mínútunni 21.00.

Skráningin fer fram á vef MSÍ og þegar þetta er ritað eru um 50 skráðir

Leiga á tímatökusendum

Leiga á tímatökusendum verður í Nítró í sumar eins og undanfarin ár. Þeir sem ætla að leigja sendi í sumar VERÐA að ganga frá leigunni í Nítró fyrir kl. 18 á föstudögum. Ekki verður hægt að leigja sendi á staðnum! Einnig verða þeir sem leigja sendi að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir honum. Þeir sem ekki skila sendi innan þriggja daga frá keppni verða rukkaðir um fullt verð sendis (ca. 70.000,- kr.) Leigjandi ber einnig fulla ábyrgð á sendinum meðan hann hefur hann í útleigu.

Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira

Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.

Verðskrá:

  • Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
  • Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
  • Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

  • Mánudagar 16-21
  • Föstudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • lokað aðra daga

Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.

Bikarkeppnir

Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.

  • Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
  • Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
  • Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
  • Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.

 

Hjólanámskeið

Nú er komið að því sem hefur alltaf vantað fyrir meðal hjólamanninn.
Nýtt námskeið sem hefst mánudaginn 6.júní.

Námskeiðið er alhliða torfærunámskeið fyrir torfæruökumanninn sem keyrir bæði motocross og enduro. Motocross námskeiðin hafar verið til staðar síðustu ár, en okkur hefur fundist vanta aðeins uppá þessi námskeið, það eru ekki allir sem vilja bara læra motocross.
Lesa áfram Hjólanámskeið