Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Slóðar í Bolaöldum.

SLÓÐARNIR ERU LOKAÐIR!!!!!

Í kvöld verður vinnukvöld í Jósefsdal. Þar verða merktir upp slóðar þannig að hægt sé að taka vel á því í æfingum fyrir Klaustur. Óskað er eftir aðstoð við slóðalagningu. Vinna hefst kl 18:00. Verkið ætti ekki að taka langan tíma enda hljótum við að fá góða aðstoð frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum.

Ef vel verður tekið á því, á vinnukvöldi, ætti að vera hægt að opna Jósefsdalinn um helgina. Vinnuþjarkar gefi sig fram við Garðar S: 866 8467, eða Dóra Sveins S: 896 4965, á staðnum.

Slóðanefndin.

Mótorhjólasafn Íslands opnaði í dag

Heiddi árið 2005 við afhjúpun á listaverki sem hann smíðaði til minningar um fórnarlömb mótorhjólaslysa á 100 ára afmæli mótorhjólsins.

Hinn mikli meistari Heiðar „Heiddi“ Jóhannesson hefði orðið 57 ára í dag. Þegar hann lést átti hann rúmlega 20 hjól en hafði ekki sýnt þau öll opinberlega. Eftir fráfall hans árið 2006 tóku vinir og vandamenn hans sig til og komu á fót safni til heiðurs honum. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2008 og er helmingur húsnæðisins nú tilbúinn. Safnið var opnað í dag og eru þar nú rúmlega 60 hjól til sýnis og enn fleiri bíða eftir að komast að því miklum fjölda hjóla hefur safninu áskotnast. Gamall draumur Heidda hefur nú ræst.

Safnið er staðsett í heimabæ Heidda, Akureyri.

Heimasíða safnsins.

 

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Enduro Cross Country fór fram í dag á Bolaöldusvæðinu. Íslandsmeistarinn Kári Jónsson hóf titilvörnina með góðum sigri en fékk nokkuð óvænta mótspyrnu frá Eyþóri Reynissyni sem hingað til hefur látið motocrossið hafa forgang. Íslandsmeistarinn í motocrossi, Aron Ómarsson varð annar og Daði Erlingsson í þriðja í ECC1 flokknum. Eyþór Reynisson sigraði í ECC2, Bjarki Sigurðsson annar og Haraldur Örn Haraldsson þriðji.

Lesa áfram Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Dagskrá morgundagsins

Íslandsmeistarmótið í Enduro CC / Dagskrá 2011

Skoðun:
Enduro CC / Meistara og Tvímenningur 10:00 –  10:20
Enduro CC / B flokkar 10:20 – 10:40

1. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 11:10  90 mín.
Tvímenningur 11:10  89 mín.
B flokkar 11:11  45 mín.

2. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu:  Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 14:00 90 mín.
Tvímenningur 14:00  89 mín.
B flokkar 14:01  45 mín.

Verlaunaafhending kl: 16:00

Sjá nánari útgáfu hér.

Skráning í Enduro-liðakeppni stendur yfir

Skráning keppnisliða í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro Cross Country er opin til miðnættis 13.05.2011 skrá skal lið samkvæmt reglum MSÍ (á skraning@msisport.is) um liðakeppni sem er að finna hér.

Skráningargjald keppnisliðs er 5.000,- og skal það leggjast inn á reikning MSÍ áður en skráningarfrestur rennur út.
Kt. 5001003540 | Banki 525-26–401270