Hjólanámskeið

Nú er komið að því sem hefur alltaf vantað fyrir meðal hjólamanninn.
Nýtt námskeið sem hefst mánudaginn 6.júní.

Námskeiðið er alhliða torfærunámskeið fyrir torfæruökumanninn sem keyrir bæði motocross og enduro. Motocross námskeiðin hafar verið til staðar síðustu ár, en okkur hefur fundist vanta aðeins uppá þessi námskeið, það eru ekki allir sem vilja bara læra motocross.

Hér er komið snilldar námskeið fyrir einstaklinga, fjölskyldur eða vini.

Æfingar munu vera á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30-21:00.

Það komast tuttugu manns að á námskeiðinu og skráning er hafinn á namskeid@motocross.is
Sumarið kostar 30.000.- (júní, júlí, ágúst)

Persónuleg samskipti – fagmennska – árangur

Í þessu námskeiði ertu undir handleiðslu þjálfara með mikla reynslu og faglega þekkingu.

Hvað færðu í sumar?

o Uppsetningu á hjólinu

o   Undirstöður í líkamsbeytingu á hjólinu

o   Beygju tækni

o   Start tækni

o   Stökk tækni

o    Bremsu tækni

o   „whoops“ tækni

o     Brekku klifur

o    Bremsu æfingar

o    Jafnvægis æfingar

o    Ertu orðinn leiður á því að vera altaf síðastur í vinahópnum?

o    Ertu óöruggur á grýttum jarðvegi?

o    Eru brekkurnar fyrir þér?

o    Á ég að sitja eða standa?

o   Prjón æfingar

Námskeiðið er eitthvað sem hentar öllum, burt séð frá því hvað þú gerir eða á hvaða aldri þú ert. Við leggjum allan okkar metnað í það að búa til réttar æfingar fyrir hvern og einn sem kemur í þjálfun til okkar.

Það er mjög mikilvægt að æfingarnar séu gerðar rétt og að réttar æfingar séu framkvæmdar. Ef æfingarnar eru ekki gerðar rétt eykur það líkurnar á meiðslum og kemur í veg fyrir að settum árangri verði náð. Eitt af því sem við leggjum upp úr á þessu námskeiði er að æfingarnar séu gerðar rétt.

Þjálfarar: Gunnlaugur Karlsson & Helgi Már Hrafnkelsson

7 hugrenningar um “Hjólanámskeið”

  1. verða brautirnar ekki lokaðar á þessum dögum? eða eru þær lokaðar af því það er námskeið í gangi?

Skildu eftir svar