Klaustur 2011 – Rásnúmerin voru að koma í hús!

Ágætu Klausturs-keppendur!

Loksins eru rásnúmerin komin í hús.  Þetta er búin að vera örlítið erfið fæðing en nú er ekki tími til að horfa um öxl og væla, heldur horfa framávið og vinna í því að merkja hjól og búninga í samræmi við eftirfarandi lista.


Keppendum er bent á að nú gilda strangar reglur um það hvernig hjól eru merkt.  Þau skula vera merkt vandlega að framan og á hliðum með ÁBERANDI hætti – með réttan bakgrunns- og stafalit (sjá í listanum). Þetta ætti ekki að vera mikið mál því keppendur fá þrjú númer afhent
Athugið að ekki þýðir að koma með ómerkt hjól í skoðun. Gerist það fær viðkomandi á sig gult spjald samkvæmt reglum (..munið að lesa reglurnar vel..).

Þess má geta að á fyrstu tveimur línunum eru helst þeir sem hafa verið framarlega í Klausturkeppninni.  Restin hefur svo raðast eftir því hvenær póstur barst til MSÍ um liðsfélaga.

ps.    Núverandi listi er uppfærður í dag 07.06.2011 –  Farið vel yfir hann og tilkynnið leiðréttingar tafarlaust til skraning@msisport.is

Njótið!


6 hugrenningar um “Klaustur 2011 – Rásnúmerin voru að koma í hús!”

  1. Er ég að keppa við karlana í járnkallinum eða er ég ekki í járnkonunni? gat nefnilega ekki valið járnkonan við skráningu en hélt að það myndi samt segja sig sjálft að ég ætlaði í járnkonuna, eða er kannski engin járnkona af því ég er ein?:/
    Kveðja, Helga Valdís Björnsdóttir

  2. Ég er ekki alveg að átta mig á textanum hér fyrir ofan. Eiga keppendur nú að verða sér út um sína eigin límmiða á hjólin eða á þetta vera eins og í fyrra og reglurnar segja til um að:

    1.8. Keppnisstjórn úthlutar keppendum keppnisnúmer fyrir keppnina og skaffar 3x prentað númer á
    hvert hjól.
    1.9. Það er á ábyrgð keppenda að rétt keppnisnúmer hafi verið límd á viðkomandi keppnishjól á
    framhlið og hliðar hjólsins þegar komið er til skoðunar. Keppandi sem er ekki með þetta í lagi

  3. Keppendur EIGA ekki að verða sér úti um númer. Heldur er það þannig að sumir vilja vera flottastir og láta merkja fatnað og hjól með sínum stíl. Fyrir hina sem eru ekki að spá í það, þeir fá afhentar þrjár merkingar á hjólið við skoðun á Klaustri. Reyndar er áætlað að vera með afhendingu á merkingum í vikunni fyrir keppni. Það verður auglýst hér á síðunni með ágætum fyrirvara.

  4. Hvernig er það, vantar ekki brautarverði í ár? Ég var að leita að emaili svo ég gæti skráð mig en fann ekkert.

  5. Hvað geri ég þegar liðsfélaginn hefur forfallast og annar kominn inn í staðinn? Þarf ég ekki að koma upplýsingum um þann nýja til ykkar sem fyrst eða er það nóg á keppnisdag?

Skildu eftir svar