Vefmyndavél

Skráning hafin í Endurokeppnina

Skráning fyrir 1. og 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro CC hefur verið opnuð hér á msisport.is. Skráningarkerfið verður opið til kl: 21:00 þriðjudaginn 10. maí. Engar undantekningar verða gerðar á skráningu eftir að skráningartíma líkur, keppendur þurfa að prófa innskráningu á msisport.is tímanlega og tilkynna með 1-2 sólahrings fyrirvara ef innskráning virkar ekki þannig að hægt sé að bregðast við vandamálum sem upp koma tímanlega.

Keppnisgjöld eru óbreytt frá 2010, B flokkur, B Kvenna, B 40+ og B 85cc greiða 5.000,- / Meistaraflokkur E-CC1 og E-CC2 greiða 6.000,- og Tvímenningur 10.000,- Varðandi skráningu íTvímenningsflokk þá skráir einn keppandi liðið og sendir tilkynningu á skraning@msisport.is um liðsfélaga. MSÍ útvegar Tvímenningsliðum keppnisnúmer eftir óskum liðs en sækja þarf um númer á skraning@msisport.is fyrir viðkomandi lið, muna að tilkynna fullt nafn þess sem á skráninguna og liðsfélaga.

Allir keppendur sem taka þátt í Íslandsmeistarkeppnum MSÍ þurfa að hafa greitt félagsgjöld til síns aðildarfélags fyrir viðkomandi keppnistímabil.

Aksturstími fyrir Meistaradeild E-CC1 / E-CC2 og Tvímenning er 2x 90 mín. Aksturstími fyrir B flokka er 2x 45 mín.

Nánari keppnisdagskrá ásamt uppfærslu á reglum mun birtast hér á msisport.is á næstu dögum.

1. umferð Íslandsmótsins í Enduro CC fer fram í Bolaöldu

1. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro CC fer fram laugardaginn 14. maíá akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu. Tafist hefur að opna skráningu í keppnina þar sem engin nothæf svæði hafa fundist vegna bleytu. Veðurfar í mars og apríl hefur ekki verið hagstætt og var farið að líta út fyrir að fresta yrði keppninni. Stjórn VÍK kom saman í dag í Bolaöldu og voru farnir prufuhringir um svæðið og lofar það góðu enda svæðið tekið ótrúlega vel við sér síðustu þrjá daga en þar var allt á kafi í snjó um síðustu helgi.

Skráning mun opna á morgun á msisport.is og einnig verða birtar uppfærðar Enduro CC reglur ásamt keppnisdagskrá. Helstu breytingar frá síðasta ári verða að aftur verða keyrðar tvær umferðir á keppnisdag. Meistaradeild, Tvímenningur og B flokkur munu allir keyra saman í brautinni og verða ræstir með 30 sek. millibili. Meistaradeild og Tvímenningur verða keyrðir á AMB tímatökubúnaðinum líkt og verið hefur en til stendur að keyra B flokk á „bólu“ tímatökubúnaði líkt og gert hefur verið á Klaustri, þetta þýðir að keppendurí B flokk þurfa ekki að útvega sér tímatökusendi. Allar nánari upplýsingar munu koma fram hér næstu daga.

 

Samráðsfundur útivistarfélaga og Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs boðaði til fundar 3 maí um samráð hagsmunaraðila um samgöngumál í þjóðgarðinum en eins og margir vita þá hefur verið mikið skrifað og talað um það misrétti sem kom fram í þeim tillögum sem voru svo á endanum samþykktar að ráðherra.

Nú virðist sem að stjórn þjóðgarðsins og kannski ráðherra vilji sætta málin eða séu eingöngu að slá ryki í augu almenning með þessum fundi en það á eftir að koma í ljós, fundurinn var að minnsta kosti af hinu góða.
Þarna voru samankomnir fulltrúar hátt í 50 hagsmunaaðila, má þar nefna ýmis ferðafélög, landeigendur, ferðaþjónustuaðila, sveitafélagsfólk, veiðimenn, reiðhjólafólk, hestamenn, göngufólk, fólk frá raunvísingastofnun og e-h fleiri.

Halldór Sveinsson fór fyrir hönd Slóðavina og einnig sem fulltrúi VÍK, á þessum 5 tímum kom ýmislegt í ljós og misjöfn sjónarmið en það verður að segjast að það sem ber hæðst að nefna er að við sem ferðumst á vélknúnum ökutækjum voru sterkasta röddinn þarna og komum við okkar sjónamiðum skýrt fram og lögðum fram margar miðlunartillögur, t.d með tímamörkum á akstursleiðum/svæðum, í raun að skipta svæðum milli útivistarhópa eftir árstímum.

Átti hann gott spjall við hestamenn, göngufólk, reiðhjólafólk ofl þarna og kom okkar sjónarmiðum fram og gerði þeim grein fyrir þeirri miklu fræðslu sem við erum með og verður að segjast að margir urðu hissa á því mikla fræðslustarfi sem við bjóðum uppá og horfa á hjólamenn öðrum augum eftir þetta.

Nánari fréttir af þessu starfi koma síðar en þær tillögur sem komu á fundinum verða settar í nýja nefnd sem á að taka á samgöngumálum í þjóðgarðinum og reyna að stuðla að því að sem flestir verði sáttir.

Leit að endurosvæði

Enduróguðinn er enn í vetrarfríi

Þegar tæpar tvær vikur eru í fyrstu endurókeppni ársins stendur enn yfir leit að svæði fyrir keppnina. VÍK hafði fundið nýtt svæði fyrir keppnina sem lofaði mjög góðu en það er á  kafi í vatni og drullu eins og aðrir keppnisstaðir. Keppnishaldið 14. maí lítur því ekki mjög vel út!

VÍK skoðaði líka möguleika á að keppa í sandi við Bakkafjöru, þar var allt á floti líka og lítið hægt að fara í hólana. Sandurinn er að auki mjög þungur og úrbræðslulegur og svo er endurobraut á 500m breiðum og sléttum fjörukambi ekki sérlega spennandi.

Leitin heldur áfram…

Hvernig á að þvera á?

Slóðavinir hafa gert myndband sem fer í gegnum hvernig á að laga hjól eftir að mótorinn hefur tekið vatn inná sig.

Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Keppendur sem kepptu árið 2010 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 28. apríl. – 2.. maí. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma.

Laus 2 stafa númer eru:

20,36,37,43,45,48,49,53,54,55,56,59,60,62,65,67,68,70,71,72,74,75,80,82,83,86,89,93,96,97, einnig er fjöldi númera frá 100-500 laus.

Lesa meira af Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Síða 38 af 144« Fyrsta...20...3637383940...6080...Síðasta »