Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið

Uppfærsla:

Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!!  Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.

Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.

Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.

Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.

Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.

______________________________________________________________________________

Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.

Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.

Smelltu hér til að skrá þig

Söfnun / Kennsla fyrir Reykjadal

Joikef #177, Gylfi #9,ásamt Kára #46, ætla að standa að söfnun fyrir krakkana í Reykjadal. þriðjudaginn 17.ágúst. á Sólbrekkubraut.

Einnig munum við notast við fjórhjólabrautina sem enduro æfingarsvæði sem Kári mun sjá um, ekkert gjald verður heldur vonumst við eftir frjálsu framlagi sem rennur allt til krakkana í Reykjadal.

Kennslan er klukkutími í senn, kl. 17,18,19,20 og mögulega lengur ef mæting verður framar vonum.

VÍR ætlar að leggja þessu málefni strákanna lið og í stað þess að kaupa brautarmiða greiðið þið andvirði þeirra við komuna og rennur það óskipt ásamt frjálsa framlaginu til krakkana í Reykjadal.

Við vonumst til að sjá sem flesta, því málefnið er gott !!!

Kv VÍR .

Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

flag1.jpgKeppnin í dag var góð og brautin í toppformi eins og alltaf hjá Norðanmönnum og svæðið í kring orðið flott.

Eftir verðlaunaafhendingu tilkynnti Stefán liðsstjóri liðið í MXoN í ár. Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag. Drengirnir fengu mikið klapp við tilkynninguna. Liðið er byrjað að safna styrktaraðilum og hefur Icelandair nú þegar ákveðið að styrkja liðið um flugmiðana vestur til Denver.

Liðið er eftirfarandi

  • MX1 – Aron Ómarsson
  • MX2 – Eyþór Reynisson
  • MX-Open – Hjálmar Jónsson

MX Open

  1. Aron Ómarsson (200 stig til Íslandsmeistara)
  2. Eyþór Reynisson (150)
  3. Gylfi Freyr Guðmundsson
  4. Hjálmar Jónsson (152)

Lesa áfram Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

Akureyringar og nærsveitungar: MOTOCROSS á morgun

Frá Akureyri

Tæplega 100 keppendur eru skráðir í 4. umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram á Akureyri á morgun laugardag. Akureyringar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og verða vitni að dýrðinni. Brautin er í toppformi og auðvitað mæta allir bestu ökumenn landsins til keppni og sýna sín bestu tilþrif – landsliðssæti eru í húfi.

Svo má líka benda á að það er metþátttaka í B-flokki þar sem gamlar hetjur úr bransanum draga fram gömlu taktana.

Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall og hér eru nokkrir tímar úr dagskránni:

  • B-flokkur kl:: 11.35
  • Kvennaflokkur kl. 12.00
  • 85 cc flokkur kl. 13.40
  • Unglingaflokkkur (125cc) kl. 14.05
  • MX-Open og MX2 kl. 14.30

Við hvetjum alla til að mæta snemma og njóta blíðunnar í fjallinu og fá sér flatböku og kók í bauk í sjoppunni.

Bryndís missi af GP-inu um helgina

Bryndís Einarsdóttir varð fyrir tognun á öxl á æfingu um helgina og missir því af næstsíðustu umferðinni í heimsmeistarakeppninni.

Keppnin fer fram um helgina í Tékklandi. Síðasta umferðin verður á Ítalíu í september.