Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Motocrossið á Unglingalandsmótinu tókst alveg frábærlega í góðu veðri og geggjaðri braut. Klúbburinn á Akranesi á heiður skilinn fyrir að bregðast við með svo skjótum fyrirvara og var öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Jarðýta var ræst strax á föstudaginn og brautin var öll rippuð og í topplagi á sunnudag.

Einn ökumaður vakti athygli öðrum fremur, en það var Guðbjartur Magnússon # 12 sem gerði sér lítið fyrir og keppti í báðum flokkum og keyrði því nánast í þrjá klukkutíma samfleytt. Það var hins vegar annar nýfermdur sem sigraði unglingaflokkinn, en það var Ingvi Björn Birgisson # 19 sem sýndi alveg gríðarlega flottann akstur og er að stimpla sig inn sem einn okkar efnilegasti ökumaður. Signý Stefánsdóttir # 34 rúllaði kvennaflokknum upp og var að stríða strákunum, endaði m.a. í þriðja sæti í unglingaflokki í seinna mótoinu.

Lesa áfram Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Unglingalandsmótið verður á Akranesi

Frá Landsmótinu á Sauðárkróki í fyrra

Vegna kæru frá landeigendum í Borgarfirði verður motocrossið á Unglingalandsmóti UMFÍ fært frá nýrri braut í Borgarnesi til Akraness.

Þrátt fyrir stuttan fyrirvara hafa menn og konur á Akranesi brett upp ermar og gert Akrabrautina klára fyrir keppnina á mettíma. Rúmlega 30 ungmenni eru skráð til leiks og án nokkurs vafa verður mikið stuð á Skaganum á sunnudaginn.

Keppnin hefst á sunnudaginn klukkan 12 og hvetjum við alla til að koma við í Akrabraut og sjá okkar björtustu vonir keppa á landsmótinu.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í heild:

Lesa áfram Unglingalandsmótið verður á Akranesi

Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

kkalogo.pngKKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

Lesa áfram Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar

Hjörtur Líklegur, keppendur og aðstoðarfólk

Ég vil byrja á að þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða mér að halda þessa keppni, þó vil ég þakka Kela formanni sérstaklega fyrir hans þátt í að þessi keppni gat orðið að veruleika.

Þegar Keli hafði samband við mig og bauð mér að vera með þessa keppni mér til styrktar svo ég gæti keypt mér annað hjól hafði ég ekki mikla trú á að margir kæmi, en gerði mér vonir um 20-30 keppendur, en að fá yfir 40 keppendur í aðal sumarfrísmánuði ársins var framar mínum vonum.

Þá að keppninni sem tókst frábærlega í alla staði. Upphaflega stóð til að ræsa á slaginu 12.00, en skömmu fyrir keppni ákvað ég að láta keppendur fara einn prufuhring fyrir keppni. Það var Guggi sem leiddi keppendur hringinn rétt eins og andamamma sem leiðir ungana sína niður á tjörn og þakka ég honum hér með fyrir. Lesa áfram Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar

Ný dagskrá / Flöggun í Sólbrekkukeppninni

Nýja aðstaðan

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Bikarmótið í Sólbrekku en skráningu líkur á miðnætti 8 júlí á vef MSÍ. Um að gera að drífa sig og vera með. Í þessari keppni eru allir keppendur beðnir að aðstoða við flöggun annað hvort sjálfir eða aðstoðarmaður fyrir hans hönd. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort nægir að flaggað sé í einu motoi og verða endanlegar upplýsingar sendar út á föstudaginn. En án flaggara getur engin keppni hafist.

Búið er að vinna mikið á Sólbrekkusvæðinu undanfarið eins og þeir sem hafa komið hafa tekið eftir og er þetta bara byrjunin á enn stærra verki. Við erum afskaplega ánægð með það sem komið er enda höfum við kraftaverkafólki á að skipa.

Sjáumst kát og hress.
Kveðja, Stjórnin.

Hér er Nýja dagskráin (kvennamótóin lengd)

Sumarnámskeið fyrir krakka

Frá einu af námskeiðum VÍK

Motocross skóli VÍK hefur ákveðið að færa út kvíarnar og ætla nú að byrja með nokkurs konar sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára sem eru viðloðinn motocrossi, hvort sem þau eiga eða vilja fá hjól.

Námskeiðið verður ekki eins og fyrri motocross námskeið sem skólinn er með. Á þessu námskeiði verður ekki einungis farið í æfingar á hjólinu heldur einnig farið í leiki, sund og margt fleira og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Foreldrar munu þá skutla krökkunum á viðkomandi staði sem og sækja þau.

Námskeiðið verður 4 daga vikunnar þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 9-12. Krakkar þurfa að hafa með sér nesti 3 daga vikunnar en á föstudögum munu leiðbeinendur grilla fyrir krakkana.

Lesa áfram Sumarnámskeið fyrir krakka