Vefmyndavél

Söfnun / Kennsla fyrir Reykjadal

Joikef #177, Gylfi #9,ásamt Kára #46, ætla að standa að söfnun fyrir krakkana í Reykjadal. þriðjudaginn 17.ágúst. á Sólbrekkubraut.

Einnig munum við notast við fjórhjólabrautina sem enduro æfingarsvæði sem Kári mun sjá um, ekkert gjald verður heldur vonumst við eftir frjálsu framlagi sem rennur allt til krakkana í Reykjadal.

Kennslan er klukkutími í senn, kl. 17,18,19,20 og mögulega lengur ef mæting verður framar vonum.

VÍR ætlar að leggja þessu málefni strákanna lið og í stað þess að kaupa brautarmiða greiðið þið andvirði þeirra við komuna og rennur það óskipt ásamt frjálsa framlaginu til krakkana í Reykjadal.

Við vonumst til að sjá sem flesta, því málefnið er gott !!!

Kv VÍR .

Leave a Reply