Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

flag1.jpgKeppnin í dag var góð og brautin í toppformi eins og alltaf hjá Norðanmönnum og svæðið í kring orðið flott.

Eftir verðlaunaafhendingu tilkynnti Stefán liðsstjóri liðið í MXoN í ár. Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag. Drengirnir fengu mikið klapp við tilkynninguna. Liðið er byrjað að safna styrktaraðilum og hefur Icelandair nú þegar ákveðið að styrkja liðið um flugmiðana vestur til Denver.

Liðið er eftirfarandi

  • MX1 – Aron Ómarsson
  • MX2 – Eyþór Reynisson
  • MX-Open – Hjálmar Jónsson

MX Open

  1. Aron Ómarsson (200 stig til Íslandsmeistara)
  2. Eyþór Reynisson (150)
  3. Gylfi Freyr Guðmundsson
  4. Hjálmar Jónsson (152)

MX2

  1. Eyþór Reynisson (200)
  2. Viktor Guðbergsson
  3. Jónas Stefánsson (152)

Unglingaflokkur yngri

  1. Ingvi Björn Birgisson
  2. Haraldur Örn Haraldsson
  3. Kristján Daði Ingþórsson

Unglingaflokkur eldri

  1. Björgvin Jónsson (179)
  2. Guðmundur Kort (149)
  3. Kjartan Gunnarsson ( 182)

B flokkur

  1. Hafþór Ágústsson
  2. Helgi Már Hrafnkelsson
  3. Björn Ómar Sigurðarson

85 yngri

  1. Hlynur Örn
  2. Hákon Hákonarson
  3. Óliver Örn Sverrisson

40+ B flokkur

  1. Haukur Þorsteinsson (200)
  2. Reynir Jónsson
  3. Hrafnkell Sigtryggsson

85cc

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Einar Sigurðsson
  3. Þorsteinn Helgi Sigurðarson

Kvennaflokkur

  1. Karen Arnardóttir
  2. Andrea Kjartansdóttir
  3. Ásdís Elva Kjartansdóttir

Signý bræddi úr mótor í fyrra mótói en sigraði seinna mótóið, hún leiðir enn í Íslandsmótinu í kvennaflokki

2 hugrenningar um “Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið”

  1. Tvö sitg í síðustu keppninni. Aron ætti að geta landað þessu frekar auðveldlega í síðustu umferðinni.

  2. Til hamingju með landsliðssætin, sérstaklega nýliðarnir (þetta var nokkuð augljóst með Aron)

Skildu eftir svar