Skemmdavargar á ferð í MotoMos – skemmdu meðal annars ýtuna

Einhverjir vanheilir einstaklingar og hefur þurft að fá útrás fyrir sínar stórfurðulegu og einkennilegu hvatir í vikunni upp í MotoMos.  Töluverðar skemmdir urðu á litlu ýtu félagsins þegar viðkomandi hefur reynt að koma henni í gang og tengja beint framhjá sem gekk ekki alveg sem skildi með að þeim víruflækjum sem því fylgdi og endaði viðkomandi því að á þröngva skrúfujárni í svissinn og brjóta það þar.  Kunnum við í MotoMos honum eða þeim bestu þakkir fyrir og er hún ónothæf sem stendur af þessum sökum.  Einnig hafa aðilar þurft að fá útrás með að skemma flesta þá staura sem búið var að setja upp í sumar í kringum brautina og satt að segja skilur maður ekki hvað svona mönnum gengur til.  Þessir klúbbar sem reka þessar brautir mega einmitt svo mikið við því að þessir hálfvitar reyni að láta ljós sitt skína og greinlegt að þegar þessir einstaklingar reyna að stíga í vitið, að þá misstíga þeir sig hressilega.  Biðjum við þá sem orðið hafa varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu síðustu daga að láta okkur vita með að senda póst með nánari lýsingu á motomos@internet.is.  Ráðlegging okkar til þessara einstaklinga er að þeir leiti sér hjálpar hjá viðeigandi stofnunum og óskum við þeim fullan bata.

Skildu eftir svar