Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

App frá MyLaps

Eins og flestum keppendum er kunnugt um þá notar MSÍ meðal annars tímatökukerfi sem heitir MyLaps. Kerfið er aðgengilegt á netinu en nú er einnig fáanlegt app fyrir iPhone. (Android útgáfa er væntanleg). Þar er hægt að sjá á aðgengilegan hátt úrslit og stöður í keppnum og mótum.

Leitið að  „Event results“ í iTunes store eða smellið hér.

Myndband frá Bikarmótinu

Þriðja umferðin í Suzuki-bikarmótinu var haldin í MotoMos um helgina. Róbert Magnússon gerði þetta glæsilega myndband eftir keppnina.


Dagskráin fyrir bikarmótið á morgun – hægt að skrá sig á staðnum í fyrramálið

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn.  Mæting er klukkan 09:00 og skoðun 09:30.  Tímataka og æfing byrjar klukkan 10:00.  Ef þú gleymdir eða fyrir einhverjar sakir gast ekki skráð þig til keppni, að þá áttu ennþá möguleika á að vera með.  Nóg að mæta á morgun með hjól, góða skapið, aur og tímasendi, ef þú ert ekki að fara taka þátt í C-flokk, því hægt verður að skrá sig á staðnum á milli kl.09:00 og 09:30.  Sem sagt, ökumenn sem hafa áhuga hafa hálftíma til að ganga frá skráningu í keppnina.  Ítreka að við áskiljum okkur rétt til að hnika til dagskránni eftir þörfum.

Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Það er vægast sagt hriklega flott spá fyrir síðustu umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram í MotoMos á laugardaginn.  Spáð er glampandi sól, ekki ský á himni og því glampandi sól.  Já, veðurguðinn ætlar að skarta sínu besta á keppnisdag.  Verið er að taka brautina hressilega í gegn og lofar Balli, Snorri og þeir sem eru að vinna á ýtunni að hún muni líta hrikalega vel út.  Skráning hefur farið ágætlega af stað og nú þegar eru nokkrir komnir í C-flokk sem sést ekki á vef MSÍ þar sem það er skráð með því að senda póst beint á MotoMos.  SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD Á VEF MSÍ en besta uppskriftin af eðal laugardegi er að keppa á laugardaginn í bikartmótinu og fara svo á menningarnóttina í bænum.  Gerist ekki betra.  Koma svo, skrá sig og hafa gaman af þessu og gera laugardaginn eftirminnilegann með þátttöku. Lesa áfram Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn

Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa?  Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig.  Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu.  Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang.  Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi.  Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir.  Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda.  Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi.  Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð.  Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.

Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður.  Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra

 

Akstur utanvega í kringum MotoMos er stranglega bannaður

MotoMos vill árétta að allur akstur fyrir utan svæði MotoMos sem er ekki á viðurkenndum vegum eða slóðum er stranglega bannaður.  Upp á síðkastið hafa borist miklar kvartanir hjá nágrönnum okkar og hafa einstaklingar verið að hjóla norðanmegin við brautina (nær Esjunni) öllum stundum og fyrir stuttu var umferð ökutækja á þessu svæði til rúmlega miðnættis.  Fyrir vikið er formleg kvörtun komin í gang í kerfið hjá bænum sem getur haft áhrif á starfsleyfi brautarinnar og sett framtíð hennar í hættu.  MotoMos er búið að eyða miklu púðri í svæðið og nemur fjárfestingin tugum milljóna síðustu árin og væri það einstaklega súrt í broti ef þeirri fjárfestingu yrði sópuð til hliðar með lokun brautarinnar einfaldlega þar sem nokkrir óforskammaðir aðilar virða hvorki lög né reglur og láta almenna skynsemi víkja til hliðar fyrir stundar gamani.  Þó ekki sé hægt að ætlast til að MotoMos beri ábyrgð á ökumönnum utan svæðisins, þá beinast allar kvartanir að þeirri starfsemi sem félagið stendur fyrir á svæðinu. Lesa áfram Akstur utanvega í kringum MotoMos er stranglega bannaður