3. umferð í Motocrossinu lokið í Mosó

Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+. Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina
Startið hjá fjölmennasta flokknum, B og 40+.
Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina

Veðrið var umtalsvert betra í dag eftir að keppninni var frestað í gær. Þá sló vindinum upp í 37 m/s á Kjalarnesinu en í dag var nánast logn og sól í Mosóbrautinni. Þar var allt í toppstandi, brautin flott og aðstaðan orðin frábær.

Í MX Open var Eyþór alveg í sérflokki og rúllaði hreinlega upp deginum og þar með MX2 líka, Guðbjartur varð annar og Sölvi þriðji eftir harða baráttu. Í kvennaflokki varð Anita í fyrsta sæti, Brynja önnur og Gyða í þriðja sæti. Hlynur varð í fyrsta sæti í MX Unglingaflokki, Viðir Tristan í 85 flokki og Haukur Þorsteins í 40+ flokki.

Nokkur óhöpp urðu því miður og vonandi þeir sem lentu í þeim nái sér fljótt aftur. Keppendur, áhorfendur og allir aðrir fá bestu þakkir fyrir daginn. Motomos gengið fær svo að sjálfsögðu stórt klapp á bakið fyrir frammistöðuna og frábæra keppni.

Úrslit dagsins eru komin á Mylaps síðuna hér

Staðan í Íslandsmótinu fylgir hér á eftir en tæknimenn hjá Mylaps eru loksins komnir í að lagfæra úrslitasíðuna

sem hefur verið biluð allt of lengi.

Championship_85_flokkur Championship_MX_Kvennaflokkur Championship_B-flokkur Championship_MX_Unglingaflokkur Championship_MX2 Championship_MX_Open Championship_40+ Championship_B

Skildu eftir svar