Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bolaöldubraut

Leyni útlendingurinn að stökkva þrefalt.

Bolaöldubrautir verða lokaðar frá og með kl: 18:00. í dag.

Opnar aftur fyrir almenning á Sunnudag. Þetta er vegna LEX GAMES 2010. Sem allir ætla að sjá.

Þeir sem mættu í brautina í gær fengu helling fyrir peninginn. Brautin var vökvuð í ræmur. Uppstökkið á stóra pallinum var lagfært. Leyni útlendingur var að sýna okkur hvernig ætti að stökkva yfir þrefalda pallinn, sem enginn vissi að væri til, og það var þannig. Það var kennari með hóp á svæðinu. Bína BR…… var líka, alveg á háa C-inu. Það voru stórvirk vinnutæki, gröfur. Freestæl reiðhjólafólk. Líklegur með pípuna. Garðar á traktornum. Lexi og co að preppa fyrir helgina.  Það var kvennahópur og OfurHaukur. Fullt, Fullt af skemmtilegu fólki. Og ekki skemmdi veðurblíðan fyrir. Lesa áfram Bolaöldubraut

Opnunartímar Motomos.

Viljum minna á opnunartíma Motomos:
mánudaga til föstudaga er opið frá kl 10:00-21:00
laugardaga og sunnudaga er opið frá kl 10:00-18:00

Ástæðan fyrir þessum opnunartíma er sú að við erum það nálægt byggð, og við verðum að taka
tillit til íbúana á svæðinu í kringum brautina 😉

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

MotoMos, takk fyrir daginn :)

Afmælisdagur MotoMos heppnaðist frábærlega í dag,  viljum við þakka öllum sem lögðu á sig endalausa vinnu síðustu daga 😉
Snorri, eigum við að ræða þetta eitthvað ???    GEÐVEIKT 🙂

MotoMos 2 ára afmæli.

Jæja þá er brautin okkar í MotoMos orðin 2 ára, og í tilefni dagsins ætlum við að vera með smá húllumhæ á morgun 17. júní kl 13.
Eysteinn ýtusnillingur verður búinn að taka brautina í gegn:)   Balli er búinn að vera vinna í  braut fyrir yngstu snillingana, 65cc-85cc.   Einnig erum við að vígja húsið okkar og ætlum að bjóða upp á grillaðar pylsur, gos og kaffi.  Munið bara eftir miðum á N1 í Mosó 🙂  Sjáumst hress.