Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Dakar 2014 eftir 8 daga

Nú eru einungis 8 dagar í að Dakar rallið hefjist.

Verður án efa gaman að fylgjast með því eins og áður. Ætla ég að reyna eftir fremsta megni að fjalla um það og setja inn fréttir eftir hvern dag.

Einhverjar breytingar hafa orðið liðum og má líklega fullyrða að sú stæðsta hafi verið þegar fimmfaldi sigurvegarinn Cyril Despres fór frá KTM yfir til Yamaha og hefur Yamaha YZ450F rally hjólið nánast verið endurbyggt og verður því skemmtilegt að fylgjast með hvernig honum vegnar í nýju liði á nýju hjóli.

Sagði hann við þessa breytingu “ég hefði getað valið öruggu leiðina og haldið áfram hjá KTM en mér fannst ég verða að fara í hálfgerð sálarleit. Ég fór í heimsókn til Yamaha og sá þá myndir úr mörgum Dakarkeppnum og varð fyrir áhrifum af Jean-Claude Oliver og Stéphane Peterhansel en þeir unnu marga Dakar sigra. Það sem liggur hjá mér núna er hvort ég sé fær um að skipta um lið, hjól og samt vinna rallið en það á eftir að koma í ljós”. Eru Yamaha menn að vonum ánægðir að fá hann í lið með sér og eygja nú sigur í Dakar en áður en KTM fór að einoka sigur í Dakar var Yamaha nánast ósigrandi. Frakkinn Michael Metge(18 sæti 2013) mun verða honum til halds og traust eða svokallaður “vatnsberi”.

Lesa áfram Dakar 2014 eftir 8 daga

Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Það styttist í startið á Dakar 2014

“Færið þeim sem geta ekki verið hér drauminn” þetta voru orð Thierry Sabina stofnanda Dakar rallsins og átti hann þá við að það væri nauðsynlegt að taka sem mest af myndum til þess að sýna þeim sem ekki gátu tekið þátt í þessu ótrúlega ævintýri sem Dakar rallið er.

Þess hefur svo allar götur verið gætt að leyfa þeim sem ekki geta verið þarna færi á að fylgjast með rallinu, því hefur reyndar ekki verið mikið sinnt hér á klakanum hjá okkur en ég hef reynt að skrifa eitthvað um það og mun ég reyna það einnig nú.

Til þess að gera sér smá grein fyrir umfangi Dakar rallsins þá eru hér smá tölulegar upplýsingar um sjónvarpsgengið en árið 2013 voru sendar myndir til 190 landa og áætlað að um 1 milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi getað horft á þetta og er reiknað með að þeim fjölgi mikið árið 2014.

Lesa áfram Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013

Jonni sigraði síðustu umferðina í Enduro ECC

Jónas Stefánsson sigraði í síðustu umferð í enduroinu sem fram fór á Akureyri í gær laugardag eftir flottan akstur. Kári Jónsson gekk ekki heill til skógar vegna magakveisu og gat aðeins tekið þátt í fyrri umferðinni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Kári Jónsson er glæsilegur Íslandsmeistari í Enduro árið 2013 og er því tvöfaldur Íslandsmeistari þetta árið eftir að hafa landað titlinum í motocrossi um síðustu helgi. Til hamingju með það Kári!

Aðrir sigurvegarar dagsins voru Signý Stefánsdóttir sem sigraði kvennaflokkinn á fullu húsi stiga og er því ótvíræður Íslandsmeistari 2o13. Einar Sigurðsson sigraði B-flokkinn en þar varð Haraldur Björnsson efstur að stigum eftir árið. 40+ flokk sigraði Magnús Gas Helgason en Íslandsmeistarinn Ernir Freyr Sigurðsson varð í öðru sæti. Í tvímenning sigruðu Óskar Þór Gunnarsson og Michael B. David en þátttaka í tvímenning var aldrei nægileg til að flokkurinn teldi til Íslandsmeistara. Stigahæstir þar eftir sumarið urðu þó Pétur Smárason og Vignir Oddsson og hefði verið gaman að sjá fleiri taka þátt í þessum flokk í sumar.

Veðrið á Akureyri var eins og best var á kosið á þessum árstíma, logn og blíða. Brautin var frábær að hætti KKA manna sem fjölmenntu til starfa við mótið og stóðu sig með stakri prýði. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri eins og oft áður í sumarið en þeir sem mættu skemmtu sér mjög vel. Takk fyrir gott endurosumar.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan

Lesa áfram Jonni sigraði síðustu umferðina í Enduro ECC

Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014?

Vefnum hefur borist bréf frá Pétri Smárasyni sem birtist hér fyrir neðan:

Enduro – Miklar breytingar – Allt að vinna – Ekkert að tapa

Þetta sumarið hefur Enduro verið mér ofarlega í huga, sérstaklega eftir þáttöku á Klaustri í vor þar sem voru hátt í 300 keppendur í flottri keppni.

Því miður hefur allt annað verið uppi á tenignum í Íslandsmótinu í Enduro og tók steininn úr í Bolöldu þegar aðeins 33 keppendur tóku þátt í öllum flokkum þrátt fyrir góðar aðstæður, frábæra braut og einstaklega vel lagða þó svo að hringurinn hefði mátt vera styttri.

Ég hef verið í kringum þetta skemmtilega sport í 20 ár, ég tók þátt í minni fyrstu Cross keppni árið 1993 og í minni fyrstu Enduro keppni árið 2000 í Þorlákshöfn þar sem var einn opinn flokkur og svaka stemming allan tímann.  Á þessum 20 árum hefur sportið mikið þróast og miklar framfarir orðið.  Ég er persónuelga rosalega sáttur við þann farveg sem motocrossið er í, í dag þó ég vildi sjá fleiri aldursflokka þar. Í sumar hefur umgjörðin, dagskráin, brautaraðstæður og annað verið til fyrirmyndar og ber sérstakelga að hrósa því.

Að mínu viti er staðan allt önnur þegar kemur að íslandsmótinu í  Enduro.  Því hlýtur maður að spyrja sig hvað sé að og hvað veldur því að aðeins 33 keppendur skrá sig í keppni á einu skemmtilegasta Enduro svæði landssins þar sem brautarlagning og aðstæður eru til fyrirmyndar.  Því vil ég með bréfi þessu koma mínum hugmyndum á framfæri en ég vil sjá breytingar á fyrirkomulagi á Enduro keppnum.  Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef ekkert út á keppnisstaði að setja, né brautarlagningu enda hafa brautirnar í sumar verið vel lagðar og verið skemmtilegar.

Tillaga mín að breyttu mótafyrirkomulagi í íslandsmóti í Endruo.

Lesa áfram Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014?

5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu

Enginn átti roð í Kára sem sigraði í 5. og 6. umferð í enduroinu í gær. Guðbjartur reyndi hvað hann gat til að brúa bilið en Kára varð aldrei ógnað. Haukur Þorsteinsson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðfinna Gróa varð önnur og Tedda gerði sér lítið fyrir og endaði þriðja. Góð helgi hjá þeim hjónum. Jökull Atli sigraði B flokkinn.
Þátttaka í þessari keppni var með eindæmum lítil og klárt að eitthvað þarf að breytast ef þessi mótaröð á ekki að líða undir lok. Þeir sem mættu virtust þó skemmta sér með ágætum og njóta dagsins. Við þökkum fyrir okkur og öllum þeim sem mættu.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu eru hér fyrir neðan: Lesa áfram 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu