Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Næsta umferð í enduroinu fer fram um næstu helgi

Spáin_310820135. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro ECC fer fram í Bolaöldu fer fram næsta laugardag 31. ágúst í Bolaöldu. Þar verður lagður uþb. 15 km langur hringur um kunnuglegar slóðir en þó með e-h skemmtilegu tvisti hér og þar. Við undirbúning keppninnar hefur verið leitað víða eftir hentugu svæði en án árangurs en staðan er sú að það er einfaldlega orðið mjög erfitt að fá land undir endurokeppnir á suður og suðvesturlandinu. Bolaaldan var því besti kosturinn í stöðunni. Spáin fyrir helgina lofar bara góðu og virðist eiga að vera bjart veður og þurrt (svona til tilbreytingar :). Það er því bara næsta mál að skrá sig, gera hjólið klárt og mæta á laugardaginn.

Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag :)

Hjörtur líklegur - maður dagsins!Í dag var fjórða skiptið í röð sem þessi keppni er haldin og við fáum fullkomið veður, sól, logn og brjáluð blíða með fullkomnu rakastigi í brautinni. Það voru 39 keppendur sem tóku þátt í keppninni og skemmtu sér stórkostlega. Röggsöm stjórn Hjartar Líklegs, flott braut og fullkomið alvöruleysi einkenndi keppnina og voru allar reglur háðar geðþótta – bara gaman. Halli Björns #82 ásamt Pálma Blængs urðu fyrstir, Sebastían og Eyþór urðu í 2. sæti og Róbert Knasiak og Brynjar í  3. sæti. Keppendur upp í 10. sæti fengu afhent verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Suzuki umboðinu, JHM-sport, Arctic Trucks, Ásbirni Ólafssyni, Snæland video, og Jóa Kef (2 x svokölluð kryppurétting). Við þökkum þeim kærlega fyrir það og ég gleymi vonandi engum!

Takk fyrir daginn allir sem mættu og Hjörtur fær sérstakar þakkir fyrir samstarfið 🙂

Lesa áfram Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag 🙂

Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Veðrið lék við keppendur í 2. umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Egilsstöðum í gær. Á tímabili leit út fyrir að veðrið yrði hreinlega of gott og að ryk myndi hafa áhrif á keppnisdag. Aðfararnótt laugardags gerði Austfjarðaþokan vart við sig og kom nægilegum raka í brautina til að dempa mesta rykið. Brautin var nánast sú sama og í fyrra og var orðin nokkuð grafin og reyndist mörgum ansi snúin.

Kári Jónsson hélt uppteknum hætti og rúllaði hreinlega upp báðum umferðum með þá félaga Ingva Björn og Guðbjart í humáttina á eftir sér án þess þó að þeir næðu nokkurn tímann að ógna forystu Kára. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig og heimamenn stóðu sig vel í keppnishaldinu. Helstu úrslit eru hér á eftir:

Lesa áfram Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

1. og 2. umferð í Enduro lokið í Sólbrekku

Keppendur fengu frábært veður og krefjandi braut í Sólbrekku í dag. Jói, Gylfi og félagar lögðu flotta braut sem kom keppendum skemmtilega á óvart í dag. Það var lítið um hvíld og eins gott að vera vakandi enda allskonar færi í boði.

Eins og oft áður var það einn maður sem átti daginn en Kári Jónsson keyrði brautina létt og átti enginn séns í kappann í dag. Guðbjartur Magnússon gerði sitt besta og leit vel út en hafði bara ekki hraðann. Signý Stefánsdóttir keyrði vel í kvennaflokki og endaði fyrst með Anitu Hauksdóttur í 2. sæti. Í tvímenning sigruðu Helgi Már og Hlynur Örn Hrafnkelssynir, í 40+ sigraði Ernir Freyr Sigurðsson og Haraldur Björnsson vann B flokkinn á fullu húsi.  Nánari úrslit eru hér fyrir neðan.

Lesa áfram 1. og 2. umferð í Enduro lokið í Sólbrekku

SÓLBREKKU GLEÐI

Nú er tækifæri til að láta gott af sér leiða og í leiðinni njóta útiveru með skemmtilegu fólki.

Í KVÖLD: Þá vantar Jóa aðstoð við að klára frágang á keppsnibrautinni. Mæting kl 18:00 ( allt í lagi ef það dregst til 19:00 )  CA 2-3 tíma vinna,  en hver er að telja í góðu veðri.

Á LAUGARDAG:  Þá vantar Jóa grimma brautarverði sem hafa gama af því að skamma aðra hjólara 🙂  eða að minnsta kosti vera duglegir að passa stikur og að keppendur keyri löglega innan merkinga.

Gott væri ef að sem flestir sæu sér fært að leggja til aðstoð í kvöld og á laugardag því að:

Fáar hendur = MIKIÐ verk. Margar hendur = LÍTIÐ verk.

Hendur fram úr ermum og gerum þessa keppni að frábærri keppni.

Breytingar á Enduro CC

Í ljósi mikillar fækkunar keppenda í Enduro CC hefur stjórn MSÍ tekið ákvörðun um breytingar á keppnishaldinu fyrir árið 2013.
Um er að ræða eftirfarandi breytingar. ECC-1 og ECC-2 flokkar verða sameinaðir í einn flokk, ECC Meistaraflokkur og verður lágmarksþáttökufjöldi 5 keppendur til þess að flokkurinn sé löglegur til Íslandsmeistara.
40+, B flokkur og Tvímenningur verða óbreyttir og í þessa flokka þarf að lágmarki 5 keppendur (5 lið í Tvímenning) til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
Undanþága verður með Kvennaflokk og 85cc flokk þar sem að lágmarki 3 keppendur þurfa að vera í flokk til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
3 keppnisdagar af 4 keppnisdögum telja til lokaúrslita í Íslandsmótinu. Þetta þýðir að keppandi getur sleppt einum keppnisdegi eða „núllað“ slakasta keppnisdaginn.
Stjórn MSÍ. 19. júní. 2013