Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Það styttist í startið á Dakar 2014

“Færið þeim sem geta ekki verið hér drauminn” þetta voru orð Thierry Sabina stofnanda Dakar rallsins og átti hann þá við að það væri nauðsynlegt að taka sem mest af myndum til þess að sýna þeim sem ekki gátu tekið þátt í þessu ótrúlega ævintýri sem Dakar rallið er.

Þess hefur svo allar götur verið gætt að leyfa þeim sem ekki geta verið þarna færi á að fylgjast með rallinu, því hefur reyndar ekki verið mikið sinnt hér á klakanum hjá okkur en ég hef reynt að skrifa eitthvað um það og mun ég reyna það einnig nú.

Til þess að gera sér smá grein fyrir umfangi Dakar rallsins þá eru hér smá tölulegar upplýsingar um sjónvarpsgengið en árið 2013 voru sendar myndir til 190 landa og áætlað að um 1 milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi getað horft á þetta og er reiknað með að þeim fjölgi mikið árið 2014.

Sjónvarpsgengið:

Til þess að taka allar þessar flottu myndir þá þarf engar smá græjur og fólk í kringum það.

Hér eru smá upplýsingar um sjónvarpsgengið og tækjakost:

–          3 þyrlur

–          5 sjónvarpsbílar

–          13 myndatökumenn á leiðum dagsins

–          11 innanborðs myndupptökukerfi

–          2 hægmyndakerfis myndavélar sem taka 1000 ramma á sek

–          7 gerfihnattaloftnet

–          21 klippiaðstöður

–          45 tonn af búnaði

–          250 starfsmenn

–          120 klukkustundir af klipptu efni(á nokkrum tungumálum), 7,5 klukkustundir á hverjum degi ásamt 1,5 klukkustundum af beinum útsendingum á hverjum degi.

 

Farartækin komin á áfangastað

Um síðustu mánaðarmót þurftu allir keppendur frá Evrópu að skila af sér faratækjum til hafnaborgarinar Le Havre því aðstandendur Dakar rallsins sjá um fluttning á þeim yfir til Argentínu. Eftir 19 daga siglingu tóku starfsmenn til við að ná faratækjunum úr skipi en það gengur á ýmsu við affermingu á þeim 700 faratækjum sem flytja þurfti, reyndar eru helstu vandamálin vindlaus dekk og tómir rafgeymar. Núna eru sólarhringsvakt á þeim þar til keppendur mega sækja þá 31 desember.

 

Nú fer spennan að aukast því ekki eru nema 9 dagar í að Dakar 2014 hefjist.

 

Dakarkveðjur

Dóri Sveins

2 hugrenningar um “Dakar rallið 2014 fer að hefjast”

Skildu eftir svar