Dakar 2014 eftir 8 daga

Nú eru einungis 8 dagar í að Dakar rallið hefjist.

Verður án efa gaman að fylgjast með því eins og áður. Ætla ég að reyna eftir fremsta megni að fjalla um það og setja inn fréttir eftir hvern dag.

Einhverjar breytingar hafa orðið liðum og má líklega fullyrða að sú stæðsta hafi verið þegar fimmfaldi sigurvegarinn Cyril Despres fór frá KTM yfir til Yamaha og hefur Yamaha YZ450F rally hjólið nánast verið endurbyggt og verður því skemmtilegt að fylgjast með hvernig honum vegnar í nýju liði á nýju hjóli.

Sagði hann við þessa breytingu “ég hefði getað valið öruggu leiðina og haldið áfram hjá KTM en mér fannst ég verða að fara í hálfgerð sálarleit. Ég fór í heimsókn til Yamaha og sá þá myndir úr mörgum Dakarkeppnum og varð fyrir áhrifum af Jean-Claude Oliver og Stéphane Peterhansel en þeir unnu marga Dakar sigra. Það sem liggur hjá mér núna er hvort ég sé fær um að skipta um lið, hjól og samt vinna rallið en það á eftir að koma í ljós”. Eru Yamaha menn að vonum ánægðir að fá hann í lið með sér og eygja nú sigur í Dakar en áður en KTM fór að einoka sigur í Dakar var Yamaha nánast ósigrandi. Frakkinn Michael Metge(18 sæti 2013) mun verða honum til halds og traust eða svokallaður “vatnsberi”.

Hans helsti keppinautur eins og svo oft áður verður líklega Marc Coma á KTM en hann gat ekki tekið þátt 2013 vegna axlarmeiðsla, mun hann því koma tvíelfdur til leiks að þessu sinni. Hann sagði “eftir að hafa tekið þátt í öllum röllum á keppnisdagatali ársins kem ég til keppni í Dakar í góðu formi og mikillar eftirvæntingar en Dakar rallið hefur breyst á síðustu árum og orðið mikið opnara og þarf maður að gæta sín vel á að gleyma sér ekki og einbeita sér að sjálfum sér”.

KTM liðið hefur ekki sofið á verðinum og koma með mikið endurbætt hjól og tefla fram góðum hjólurum en fyrir utan Marc Coma(3faldan sigurvegara Dakar) má nefna portúgalann Rubien Faria(2 sæti 2013) og Chilebúann Francisco Lopes(3ja sæti 2013).

En það eru fleiri að berjast um sigurinn en KTM og Yamaha því Honda ætlar sér stóra hluti þetta árið með HRC liðinu en þar eru öflugir hjólarar t.d. spánverjinn Joan Barreda Bort, portúgalarnir Helder Rodrigues(7 sæti 2013) og Paulo Goncalves(10 sæti 2013), Honda hefur lagt gríðarlega vinnu í nýja CRF450 Rally hjólið, eru þeir búnir að bæta aflið og einnig er hjólið orðið mjög straumlínulagað. Segja þeir að þyngdin er komin undir 165kg, aflið sé komið yfir 57 hestöfl og hámarkshraði um 170km en hjól í Dakar eru innsigluð við 160km hraða. Það eru fleiri öflugir í HRC liðinu því “vatnsberi” Helders Rodrigues, hin 24 ára breti Sam Sunderland datt út eftir 2 daga í Dakar 2013 en í síðasta ralli fyrir Dakar, Marakóska Merzouga rallið sem almennt er notað sem síðasta alvöru æfing fyrir Dakar þá vann hann það og þar með flesta af þeim stóru sem keppa í Dakar.

 

Að þessu sinni eru 175 keppendur í mótorhjólaflokki og 40 í flokki fjórhjóla.

Eins og alltaf þá er hörð keppni á milli hjólamerkja og er fjöldi þeirra eftirfarandi.

Mótorhjól:

KTM 64

Yamaha 41

Honda 34

Gas Gas 8

Suzuki 5

Speedbrain 5

Sherco 5

Kawasaki 5

Beta 2

BMW 2

Husqvarna 2

TM 2

Eins og sést þá er hefur KTM yfirburði á aðrar tegundir en með árunum hefur það aðeins minnkað og hefur t.d orðið mikil fjölgun á Honda.

 

En í fjórhjólunum helst heildarfjöldi svipaður og í fyrra en það skiptist eftirfarandi.

Fjórhjól:

Yamaha 23

Can-Am 9

Honda 7

E-ATV 1

Þarna er lítil breyting, yfirburðir Yamaha eru miklir og virðast önnur merki eiga erfitt uppdráttar í fjórhjóladeildinni. Gera flestir ráð fyrir að Marcos Patronelli sigri en hann vann Dakar 2010 og 2013, annað sæti 2009 og 2012 en hann datt út 2011.

 

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar