Greinasafn fyrir flokkinn: Vefverslun

Falinn flokkur

Árskort og opnunartímar

Ný verðskrá var samþykkt á stjórnarfundi í VÍK um daginn og lækka árskortin um 2000 krónur frá því í fyrra.
Sala árskortana hefst hér með (smellið á lesa meira) og þau gilda alla daga eftir auglýstum opnunartíma hér á síðunni. Verð fyrir stórt hjól er 22.000 krónur og verð fyrir lítið hjól er 10.000 krónur.
Kortin verða send í pósti til viðkomandi þannig munið að skrifa rétt heimilisfang eftir að hafa greitt. Þeir sem vilja nýta sér fjölskylduafsláttinn þurfa að hafa samband við birgir@prent.is
Nánari upplýsinar um brautirnar er að finna undir BRAUTIR í valmyndinni í hausnum hér á síðunni.

Verðskrá 2012:

  • Árskort stórt hjól 22.000 kr.
  • Árskort lítið hjól: 10.000
  • Dagskort í krossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í krossbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.
  • Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Opið mánudaga og miðvikudaga fyrir æfingahópa 16-21.
  • Endúróbrautir eru alltaf opnar.
  • Ef aðstæður leyfa geta menn mætt á öðrum tímum og hjólað með leyfi Garðars s. 866 8467
  • Nýjung: Límmiði á hjálma fylgir hverju félagsgjaldi – félagsmenn setja límmiða á hjálminn og fá frítt í alla slóða á Bolaöldusvæðinu.

    Lesa áfram Árskort og opnunartímar

    Skráningarkerfi fyrir Klaustur 2012

    [iframe http://www.opex.is/mcross_skraningar 600 900]

    Skráning í Sno Cross Country (á vélsleðum)

    Vegna slæmrar veðurspár fyrir fyrirhugaðann keppnisdag í 1. umferð Sno Cross Country 2012 laugardaginn 4. febrúar hefur verið ákveðið að færa keppnina um einn dag yfir á sunnudaginn 5. febrúar. Á sunnudaginn er spáð flottu veðri og verður keppnin keyrð af fullu afli á sama tímaplani. Það eru flottar aðstæður uppfrá og hefur bætt í snjó, í Bláfjöllum hefur t.d. verið ófært í 2 daga svo nú er um að gera að mæta til leiks og þenja tugguna í snjónum í suðrinu ! Muna að skrá sig hérna á síðunni !

    Þá er komið að því, skráning er hafin í 1. umferðina í Sno Cross Country 2012 sem mun fara fram þann 4. febrúar við akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fyrir þá sem ekki vita eru þetta einskonar endurokeppnir fyrir snjósleða og er þetta tilraun snjósleðanefndar MSÍ til að sprauta lífi í keppnishald í sleðasportinu hér heima.

    Keppt verður í fjórum flokkum, Meistaraflokki, B flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki. Það þurfa að vera 5 í flokk til að hann telji til verðlauna. Allar vélarstærðir eru leyfðar í öllum flokkum nema að í unglingaflokki er 600cc hámark. Keyrðar eru tvær umferðir í hverri keppni og þá seinni umferðin öfugan hring. Allir flokkar fara á sama tíma á ráslínuna en Meistaraflokkur er ræstur 1 mínútu á undan restinni. Það verður hlaupandi start 20 m fyrir aftan hverja ráslínu að sleðanum. Meistaraflokkur keyrir í 2x 75 mínútur og hinir í 2x 45 mínútur.

    Lesa áfram Skráning í Sno Cross Country (á vélsleðum)

    DVD – Klaustur 2011 – Jólatilboð

    Klaustur 2011
    Jólatilboð 1.590 krónur

    Frí heimsending í pósti.

     

    DVD diskur – Klaustur 2011
    1.590 ISK
    Stykki


    DVD – Motocross 2011

    Motocross 2011
    5 þættir, 2:45 mín. að lengd.

    Frí heimsending í pósti.

     

    DVD diskur
    2.990 ISK
    Stykki


    Skráning í Vetrarkeppnina

    A flokkur (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc)

    B flokkur (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega)

    Verð
    4.000 ISK
    Flokkur

    OG SVO SKRÁNINGIN Í KRAKKAKROSSIÐ

    Skrifið nafnið á ökumanninum á athugasemdareitinn (þegar búið er að smella á GREIÐA)

    Krakkakross
    1.000 ISK