Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Myndband frá Ketilás 1998

Birgir Þór Bragason sá um Mótorsport þætti í mörg ár í kringum aldamótin. Hann hefur verið að setja nokkra þætti á netið sem vekja upp gamlar minningar frá eldri kynslóðinni. Hér er einn þessara þátta þar sem meðal annars er fjallað um endúrókeppni sem fór fram við Ketilás á Fljótum árið 1998.


Slóðakerfið í Bolaöldum

Neðra slóðasvæði opið – þökk sé félagsmönnum

 Um 15 félagar mættu á slóðavinnukvöld í gær og gerðu það fært svo nú er neðra svæðið opið(svæðið vestan við Jósepsdalarveg), einnig er skemmtilegur hringur inní Jósepsdal opin.

 Athugið að það er búið að breyta sumum slóðunum svo það verður að hjóla þá í byrjun með opnum augum og fylgjast vel með hliðunum og í guðana bænum að virða lokanir.

Menn voru almennt ánægðir með breytta slóða og nefndu nokkrir að þetta væri hálfgerður klaustursfýlingur á þeim núna, ekki bara úppsaðir blastkaflar.

 Félagsmenn stóðu sig frábærlega við að grjóthreinsa slóðana og aðstoða við nýjar merkingar og sýndu það og sönnuðu að þetta verður auðvelt þegar margir vinna það saman.

 Nú er bara að byrja að hjóla og restin af slóðunum opnar næstu daga.

 Slóðanefnd, sem eru engir slóðar.

Myndband frá Bolaöldu

Þar sem allir eru á bömmer yfir því að Klausturskeppninni skuli hafa verið frestað þá ákvað ég að smella saman smá myndbandi frá fyrstu umferðinni í Enduró sem fór fram í Bolaöldu 14. maí s.l. til þess að reyna að hressa upp á mannskapinn. Motocrossið verður svo á sínum stað á RÚV í sumar í boði Púkans, Snæland videó og Mountain Dew.

Kveðja
Maggi

VINNUKVÖLD – SLÓÐARNIR OPNA EF ….

Í kvöld þriðjudag ætlum við að hafa vinnukvöld í slóðunum á neðra svæðinu. Við hefjum starfið klukkan 18:30, ef vel gengum og það verður góð mæting til að aðstoða þá gengur þetta hratt og vel. Það þarf  að hreinsa grjót úr slóðunum og laga merkingar þá verður hægt að opna slóðana í framhaldi af því. Einhverjum slóðum verður breytt sem reynir meira á hjólara og gerir þetta allt skemmtilegra.

 Nú reynir á félagamenn um það hvort þeir vilji fá opna slóða eða ekki!

Þetta þarf ekki að taka langan tíma ef margir mæta.

Klausturskeppninni frestað um óákveðinn tíma!

Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011

Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.

Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.

Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.

Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.

Stjórn VÍK og MSÍ

 

Klausturskeppnin

Tímasetning á keppninni er óbreytt þangað til annað kemur í ljós.

Enn er ekki vitað um umfang eða tímalengd gossins. Fylgist með hér á síðunni.

Stjórn VÍK.