Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Kári Jónsson á Akureyri um helgina

Tekið af motosport.is

Um helgina fór fram 3 og 4 umferðin í ECC (enduro cross country) og fór hún fram við frábærar aðstæður á Akureyri.  Eins og alltaf stóðust norðanmenn væntingar og vel að hvað brautarlögn varðar og voru keppendur mjög ánægðir með brautina og var hún með góðu flæði þó svo að norðanmenn kvarti undan því að það hafi vantað einhvern „grodda“ í hana til að gera hana virkilega spennandi.  En fyrir meirahluta keppenda að þá leyndi hún á sér og veit ég ekki til þess að nokkur hafi ekki verið farin að finna aðeins fyrir því í skrokknum eftir báðar umferðirnar og var þá mýrin lúmsk þó lítil væri.  Einnig var alltaf nóg um að vera við hliðið og er ég á því að þetta bólukerfi sé að bjóða upp á skemmtilegri upplifun en mælarnir.  Alla vega var alltaf eitthvað um að vera við hliðið og fólk gat miklu betur fylgst með hverjir voru fremstir þó svo að það hafi farið í skapið á einhverjum hvað sumir voru lengi að láta pípa á sig.

Lesa áfram Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Aurbleyta á hálendinu

Allur akstur er bannaður á nær öllum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru beðnir að kynna sér hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Tekið af mbl.is

Toppaðstæður

Straumurinn liggur á Klaustur og aðstæður virðast með besta móti

20110610-105859.jpg

Minnislisti fyrir klaustur

Fyrir skoðun:

  • Þáttökuyfirlýsingu, vinsamlegast prentið út, fyllið út og komið með í skoðun.
  • Skráningarplötu ökutækis.
  • Ökuskírteini
  • Tryggingapappíra.
  • Kvittun fyrir félagsgjöldum.
  • Hjólið merkt og í lagi.
  • Dauður mótor að, í og frá skoðun.
  • Greiðsla fyrir bóluna, MSÍ selur bóluna fyrir kr: 1.000.-

Í og fyrir keppni:

  • Festingu fyrir bóluna, svita armband eða eitthvað sem er gott að færa á milli keppenda.
  • Virðið leikreglur.
  • Fyrsti gír á pittsvæði. Farið varlega.
  • Keppnin er 6 tímar, engin þörf á að vera ruddalegur við frammúrakstur.
  • Gangið vel um svæðið og hreinsið allt rusl eftir ykkur áður en svæðið er yfirgefið.

Stjórn VÍK.

Dagskrá og upplýsingar fyrir Klaustur

Pittur

Allir keppendur og áhorfendur á Klaustri fá glæsilegan prentaðan bækling á keppninni. Hér eru nokkur atriði úr bæklingnum og svo er hægt að hlaða niður bæklingnum í heild sinni Hér.
Keppendur eru auðvitað minntir á að lesa vel keppnisreglurnar.

Dagskrá:

Laugardagur 11.júní

  • Skráning og skoðun 14.00-18.00 við veitingastaðinn Systrakaffi á klaustri.

Sunnudagur 12.júní

  • Skoðun ungl. og kvennakeppni 08.45-09.15
  • Skráning og skoðun – loka séns 09.00-10.30
  • Röðun á startlínu ungl. og kv. 09.00-09.25
  • Unglinga- og kvennakeppni 09.30-10.15
  • Verðlaunaafh.unglinga- og kvennak. 10.30
  • Uppröðun á startlínu 11.00-11.45
  • Ræsing aðalkeppni 12.00
  • Keppni lýkur 18.00
  • Verðlaunaafhending 19.00

Lesa áfram Dagskrá og upplýsingar fyrir Klaustur

Ný dagssetning komin á Klausturskeppnina!


Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.
Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins