Vefmyndavél

Létt mótorhjól í smalamennsku

Ólíkt flestum öðrum mótorhjólum, sem eiga ekkert erindi í leitir

Aðsend grein. Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 15.september 2011.

Í Bændablaðinu þann 18. ágúst sl. var auglýst mótorhjól sem „nýjung í smalamennsku“. Létt klifurhjól, tætir ekki upp gróður, umhverf- isvænt. Með þessari auglýsingu opnaðist heit umræða um smala- mennsku á vélknúnum tækjum og utanvegaakstur.

Flest mótorhjól eiga ekkert erindi í smalamennsku
Ég er á þeirri skoðun að motocross- mótorhjól eigi ekkert erindi í smala- mennsku þar sem gróður er. Þau eru sérsmíðuð keppnistæki til aksturs á motocross-brautum, en öðru gegnir með svo kölluð enduro-hjól, sem eru aðeins mýkri, en samt í flestum til- fellum óhentug til smalamennsku. Það er því vissulega fagnaðarefni ef þessi klifurhjól geta verið notenda- væn í smölun og alltaf ber að fagna nýjungum. Af hverju mættu bændur ekki nýta sér nýjustu tækni eins og aðrir? Mér fannst ég knúinn til að kanna málið.

Lesa meira af Létt mótorhjól í smalamennsku

Vísir.is: Landið þolir hesta verr en fjórhjól

'Bændur í Skaftárhreppi fara ekki lengur með hesta á fjall, heldur eingöngu fjórhjól. mynd/haukur snorrason

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu/visir.is í morgun:

Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“

Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“

Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“

Lesa meira af Vísir.is: Landið þolir hesta verr en fjórhjól

Yfirlýsing frá KKA vegna vali á landsliði í MXON

Stjórn KKA vill koma að athugasemdum við val á liði sem á að fara á Motocross of Nations í Frakklandi.

KKA – Akstursíþróttafélag

Akstursíþróttafélag vélsleða- og véhjólamanna á Akureyri
e mail: th@ALhf.is
Vættagili 24, 603 Akureyri
sími: 892 9806, 460 9800, fax. 460 9801

Yfirlýsing stjórnar KKA vegna vals í landslið Íslands í MX

birt á vef KKA og send stjórn MSÍ f.h. valnefndar og liðstjóra

Á vef MSÍ kemur fram val á mönnum í landslið Íslands fyrir Motocross of Nations 2011, sbr. http://msisport.is/pages/frettir/;jsessionid=5C82D609B52ADD269249965B3E2 B7743?iw_content_rs_url=%2Fcontent%2Ffiles%2Fcms%2Farticle%2F2011 %2F08%2F20110804-0922.article .

Stjórn MSÍ skipaði Gunnlaug Karlsson liðstjóra landsliðsins ennfremur samþykkti stjórn MSÍ að skipa Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson til að velja landslið í samráði við Gunnlaug til að keppa á Motocross of Nations þann 17. og 18. sept. n.k. í Frakklandi.

Lesa meira af Yfirlýsing frá KKA vegna vali á landsliði í MXON

Reykjanesfólkvangur

Mynd fengin af ferlir.is

Reykjanesfólkvangur

Vefnum hefur borist eftirfarandi erindi:

Að gefnu tilefni vil ég biðja þig vinsamlegast að koma á framfæri að allur utanvega akstur er bannaður í fólkvanginum. Talsverðar skemmdir hafa verið unnar á óröskuðum svæðum og ríkir því algjört bann , ógötuskráð tæki verða gerð upptæk af lögreglu.

Landvarsla er á svæðinu og reglubundið eftirlit af hálfu sýslumanns.

Í þessu sambandi er rétt að ítreka að flest sveitarfélög eru með afmarkað svæði, einnig er hægt að beina umferð á vestursvæði Reykjaness, þ.e.a.s. fyrir vestan Grindavíkurveg

kveðja,

Óskar Sævarsson
Grindavík

Saga af Klaustri

Myndin tengist greininni óbeint!

Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson komu ásamt fleirum norðan úr Mývatnssveit til að taka þátt í Klausturskeppninni nú um síðustu helgi. Kallarnir eru nú engin unglömb lengur og kalla ekki allt ömmu sína, enda ætluðu þeir að keppa í flokki 90+. Þegar ljóst var að keppninni yrði aflýst kom ekkert fát á kallana og klukkan 11.00 að staðartíma á sunnudagsmorgun var ræst í 6 tíma race. Team „old and fat“ keyrðu svo til skiptis á fullu gasi í rúma 6 tíma og lögðu 17 hringi að baki. Stefán hreinsaði loftsíu einu sinni, enda á 2-stroke, en Kristján keyrði allan tíman án þess að líta á loftsíu. Það var töluvert af fólki að hjóla í brautinni og allir skemmtu sér vel. Það var hins vegar alveg ljóst að keppni með 400 keppendum hefði aldrei gengið. Meðfylgjandi mynd af Kristjáni er ekki tekin á Klaustri heldur í ósköp venjulegum endurótúr um hálendið fyrir nokkrum árum – já það er ryk og drulla víðar en á Klaustri !

Stefán Gunnarsson

Íslendingar eru allsstaðar – Nú í Bretlandi


Svona er nú það!

Sunnudaginn 1. maí var haldin önnur keppni ársins í SWOR áhugamannaröðinni í motocrossi í Suð-Vestur Englandi á braut sem heitir Dartmoor.  Að sjálfsögðu var Íslendingur á staðnum, Gummi nr. 116, að ná sér í æfingu fyrir Klaustur.  Þetta er ein 14 keppna sem haldnar eru á tímabílinu 17. apríl til 22. október á 8 mismunandi brautum á svæðinu.  Þessi mótaröð er eins konar 2. deild, því svo er einnig mótaröð fyrir bestu ökumennina á nokkuð stærra svæði og svo er mótaröð til Bretlandsmeistara sem nær um allt Bretland og mætti kalla úrvalsdeildina.

Keppnisformið er aðeins öðruvísi en við eigum að þekkja.  Samtals voru 170 keppendur mættir til leiks í 6 flokkum, sem er getu- og aldursskipt.  Kvenmenn eru ekki keyrðir sér, heldur keppa í þeim flokki sem passar þeirra getu.  Að auki er einn opinn flokkur fyrir þá sem ekki er búið að getumæla, svo sem aðkomna Íslendinga.  Keppnisgjaldið er 28 pund, ca 5.000 kr,- og svo 10 pund auka fyrir þá sem ekki eru félagsmenn.

Lesa meira af Íslendingar eru allsstaðar – Nú í Bretlandi

Síða 2 af 2712345...20...Síðasta »