Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Fréttatilkynning frá MSÍ

msi_stort.jpgStjórn MSÍ frétti af því fyrir tæpum tveimur mánuðum að til stæði að breyta lögum um innflutningsgjöld af ökutækjum. Eftir góðan undirbúning stjórnar MSÍ héldu Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ og Jóhann Halldórsson stjórnarmaður MSÍ á fundi með fulltrúa fjármálaráðuneytis og einnig með efnahags og skattanefnd Alþingis.
Á þessum fundum var óskað eftir því að vörugjöld af keppnisbifhjólum yrðu felld niður til samræmis á við keppnisbifreiðar. Einnig voru lögð fram skrifleg rök og greinargerð hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndunum og farið yfir það mikla ungliðastarf sem er í gangi innan aðildarfélaga og vébanda MSÍ.
Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að frumvarpið hefur tekið breytingum á þann veg að keppnisbifhjól verða undanþegin 30% vörugjaldi. Tillögur MSÍ hljóða upp á að moto-cross keppnishjól í öllum stærðum falli undir þessa skilgreiningu. Moto-cross keppnishjól sem flutt verða inn til landsins án gjalda verður eingöngu leyft að nota á samþykktum akstursíþróttasvæðum, ef slíkt hjól er notað utan slíkra svæða getur eigandi þess átt á hættu að verða krafinn þeirra gjalda sem á hjólið hefðu fallið auk álags og sektar.
Lesa áfram Fréttatilkynning frá MSÍ

Ferð að Mývatni

Nýja brautin við Mývatn

Ég og Tedda erum að skella okkur Norður í Mývatnssveit næstu helgi og ætlum að taka út nýju Crossbrautina þar og hugsanlega taka léttan Enduro túr í leiðinni undir stjórn Stebba yfir Enduro kóngs.
Ef einhverjir vilja bætast í hópinn þá get ég tekið 7 hjól með, þannig að ég er með 5 aukapláss á kerru þannig að menn og konur geti farið saman á bíl, ég tek 1.000 kall á hjól uppí olíukostnað.
Hægt er að fá gistingu til dæmis hjá Eldá í  Mývatnssveitinni og kostar gistingin frá 2,900 nóttin og hægt að fá dýrari gistingu og þá eru uppábúin rúm og einnig er hægt að fá morgunverð og fl.
Stebbi verður sem súper kjör í Jarðböðin og verður með frumsamdar limrur handa okkur að hlusta á í Jarðböðunum eftir góðan hjóladag, þetta er nýjung sem Stebbi er farinn að bjóða uppá 🙂
Er ekki málið að fjölmenna í Mývatnsveitina og skemmta sér þar.
Veðurspáin er nokkuð góð fyrir helgina.<
Ef þið hafið áhuga á plássi á kerru endilega verið í sambandi í síma 8961312
#10 Haukurinn

Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni

Aron Ómarsson

Ástæðan fyrir ákvörðun minni um að fara ekki út með landsliðinu þetta árið er ekki mjög flókin. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er nýbúin að ráða mig í vinnu og er um leið að hefja dýrt nám, og vil því ekki setja mig í þá stöðu að eiga þá hættu á að bæta við mig reikningum sem gætu skapast eftir ferðina. Ég er búin að fara í síðustu þrjú skipti á Mxon fyrir hönd Íslands, og er það mín reynsla að þó svo að búið sé að safna styrktarfé fyrir ferðinni að þá er alltaf eitthvað sem hefur þurft að taka úr eigin vasa. Ákvörðun mín ákvarðast þó ekki eingöngu vegna þessa þó svo að það spili vissulega inní, þar sem að nú þegar er búið að gera kostnaðaraáætlun fyrir ferðina og er nú þegar nánast komið nógur peningur sem ætti að geta sent allt liðið út nánast að kostnaðarlausu. Ég hef ávallt lagt allt í sölurnar fyrir sportið, hætti í skóla 16 ára til fara að vinna og safna fyrir æfingarferðum til útlanda og öðru slíku og ég held að fæstir geri sér grein fyrir því hvað ég hef lagt mikið á mig til að ná þeim árangri sem ég hef náð. Lesa áfram Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni

Skemmtikeppni

Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem hafa verið að svipast um eftir hjólinu mínu eftir að því var stolið 1. júní. Sérstaklega vil ég þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða upp á tilvonandi keppni sem á að styrkja mig til að laga hjólið ef það finnst eða til að kaupa annað.

Það hafa verið erfiðir dagar síðan hjólið hvarf, en það sem ekki drepur mann herðir mann í staðin. Allir hafa verið velviljaðir í minn garð og til í að hjálpa mér og vil þakka öllum sem hafa hjálpað á einn eða annan hátt við þessa miklu leit af hjólinu.

Lesa áfram Skemmtikeppni

Sendu mótmælapóstkort til umhverfisráðherra

Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð frá okkur fólkinu í landinu. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á www.f4x4.is/motmaeli og senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Skoðið kynningarblaðið „Verjum ferðafrelsið“ sem fylgir Fréttablaðinu þriðjudaginn 22. júní og sjáið myndir frá þessum fallegu ferðamannaleiðum sem á að loka.

Látum ekki sérhagsmunahópa og ferðaþjónustufyrirtæki komast upp með að eiga einkarétt á fallegum ferðaleiðum. Tryggjum rétt hins almenna íslenska ferðamanns til að geta skoðað allar okkar fallegu ferðamannaperlur. Verjum einnig rétt aldraðra, fatlaðra og barna til að geta ferðast um landið okkar.

Guðmundur G. Kristinsson

Langisandur Beach Race

Keppnin verður ekki þann 12.06.2010 vegna óviðráðanlegra ástæðna.

Fylgist með á   www.vifa.is.