Saga af Klaustri

Myndin tengist greininni óbeint!

Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson komu ásamt fleirum norðan úr Mývatnssveit til að taka þátt í Klausturskeppninni nú um síðustu helgi. Kallarnir eru nú engin unglömb lengur og kalla ekki allt ömmu sína, enda ætluðu þeir að keppa í flokki 90+. Þegar ljóst var að keppninni yrði aflýst kom ekkert fát á kallana og klukkan 11.00 að staðartíma á sunnudagsmorgun var ræst í 6 tíma race. Team „old and fat“ keyrðu svo til skiptis á fullu gasi í rúma 6 tíma og lögðu 17 hringi að baki. Stefán hreinsaði loftsíu einu sinni, enda á 2-stroke, en Kristján keyrði allan tíman án þess að líta á loftsíu. Það var töluvert af fólki að hjóla í brautinni og allir skemmtu sér vel. Það var hins vegar alveg ljóst að keppni með 400 keppendum hefði aldrei gengið. Meðfylgjandi mynd af Kristjáni er ekki tekin á Klaustri heldur í ósköp venjulegum endurótúr um hálendið fyrir nokkrum árum – já það er ryk og drulla víðar en á Klaustri !

Stefán Gunnarsson

Skildu eftir svar