Greinasafn fyrir flokkinn: Supermoto

Supermoto er malbikskappakstur á motocross hjólum…hver þarf GSXR1100 ??

Vinnukvöld í skúrnum

A er staðurinn

„Vinnukvöld í skúrnum“ fer fram í húsnæði N1 að Funahöfða klukkan 20:00 miðvikudaginn 23 febrúar.
Farið verður yfir hvernig dekkjaskipti fara fram á fjór- og tvíhjólum ásamt því hvernig best er að bera sig að við viðgerð á brotnum vélarhlutum með sérstakri málmsteypu.
Einnig verður efnt til dekkjaskipta keppni þar sem verðlaun verða fyrir þann sem er fljótastur að taka afturdekk af og setja annað á gjörð. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri keppni er bent á að mæta með sín eigin gjörð og dekk ásamt verkfærum sem nota skal til verksins. Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ásgeir Örn (897-7800).
Einnig verður sýnt hvernig aflmæling á tvíhjóli fer fram á sérstökum „Dyno“ bekk sem N1 hefur upp á að bjóða.
Slóðavinir standa fyrir kvöldinu en leiðbeinendur kvöldsins verða þeir Valur Vífilsson, Ragnar Ingi Stefánsson og Bjarni Finnbogason

Hraðamælir á öll hjól!

GPS gleraugu

Kanadíska gleraugnafyrirtækið Zeal Optics hefur í samvinnu við Recon Instruments kynnt til sögunnar gleraugu með innbyggðu GPS tæki. Gleraugun eru fyrst og fremst hönnuð fyrir snjóbretta- og skíðafólk en líklega verður boðið uppá endúró og motocross útgáfu innan skamms. Í gleraugunum er sem sagt venjulegt GPS tæki og svo lítill skjár neðst í þeim. Mjög auðvelt að líta niður á skjáinn og má segja að einföldustu upplýsingar, eins og hraði, sjáist alltaf svipað og í „heads up display“ í orrustuþotum og dýrum bílum.

Á tækinu eru 3 takkar við gagnaugað þar sem flett er á milli mynda sem í boði eru. Hægt er að fylgjast með hraða, hæð, Lesa áfram Hraðamælir á öll hjól!

Nýtt tímarit um jaðaríþróttir

Fyrsta forsíða Click

Tímaritið Click hefur hafið göngu sína. Blaðið fjallar um jaðaríþróttir og meðal annars grein um Eyþór „okkar“ Reynisson í fyrsta tölublaðinu sem var dreift í dag. Blaðinu er dreift frítt þannig að flestir ættu að hafa fengið gripinn innum lúguna í dag. Tékkið á lúgunni!!

Annars eru þeir á Feisbúkk og svo hér er .pdf útgáfa líka

Mogginn fjallar um stuld á hjólum

Morgunblaðið fjallar í dag um þjófnað á torfæruhjólum á forsíðu blaðsins og á mbl.is. Fjallað er um hversu bíræfnir þjófar séu orðnir og hvaða aðferðir eru þekktar við að endurheimta hjólin. Keli formaður VÍK svarar einnig spurningum blaðamanns.

Greinin er hér

Supermoto of nations video

Supermoto of nations var haldið í 5. sinn um síðustu helgi í Suður-Frakklandi, hér er video frá keppninni:

fim-tv.com

Freestyle supermoto

Flottur jútúbari frá Ameríku. Jeff Grace heitir kallinn sem er með helmet camið og er að keyra upp Pikes Peak sem er frægt kappaksturs-fjall.

[youtube width=“480″ height=“385″]http://www.youtube.com/watch?v=d63rTOe3zCw[/youtube]