Greinasafn fyrir flokkinn: T&T

Tækni & Test

Honda sé að hanna vélsleða

Þessi sleði er knúinn af rafmagni og er undir 100 kg á þyngd. Spurningin er bara hvernig hann kemst áfram í 40cm djúpum púðursnjó?
Reyndar er þetta bara verkefni bara að taka þátt í einhverri verkfræðisamkeppni, ekki endilega að fara í framleiðslu.


Mótorhjólasafn Íslands opnaði í dag

Heiddi árið 2005 við afhjúpun á listaverki sem hann smíðaði til minningar um fórnarlömb mótorhjólaslysa á 100 ára afmæli mótorhjólsins.

Hinn mikli meistari Heiðar „Heiddi“ Jóhannesson hefði orðið 57 ára í dag. Þegar hann lést átti hann rúmlega 20 hjól en hafði ekki sýnt þau öll opinberlega. Eftir fráfall hans árið 2006 tóku vinir og vandamenn hans sig til og komu á fót safni til heiðurs honum. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2008 og er helmingur húsnæðisins nú tilbúinn. Safnið var opnað í dag og eru þar nú rúmlega 60 hjól til sýnis og enn fleiri bíða eftir að komast að því miklum fjölda hjóla hefur safninu áskotnast. Gamall draumur Heidda hefur nú ræst.

Safnið er staðsett í heimabæ Heidda, Akureyri.

Heimasíða safnsins.

 

Hraðamælir á öll hjól!

GPS gleraugu

Kanadíska gleraugnafyrirtækið Zeal Optics hefur í samvinnu við Recon Instruments kynnt til sögunnar gleraugu með innbyggðu GPS tæki. Gleraugun eru fyrst og fremst hönnuð fyrir snjóbretta- og skíðafólk en líklega verður boðið uppá endúró og motocross útgáfu innan skamms. Í gleraugunum er sem sagt venjulegt GPS tæki og svo lítill skjár neðst í þeim. Mjög auðvelt að líta niður á skjáinn og má segja að einföldustu upplýsingar, eins og hraði, sjáist alltaf svipað og í „heads up display“ í orrustuþotum og dýrum bílum.

Á tækinu eru 3 takkar við gagnaugað þar sem flett er á milli mynda sem í boði eru. Hægt er að fylgjast með hraða, hæð, Lesa áfram Hraðamælir á öll hjól!

Frumsýning á KTM 350 SX-F

350

Nýja 350 hjólið frá KTM hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með framþróuninni í smíði mótorhjóla. Hjólið hefur vakið mikla athygli einna helst fyrir þær sakir að það er með 350cc vél í stað 450cc eins og þau hjól sem það er í samkeppni við. KTM hefur í sumar sannað að þetta hjól er alvöru hjól því Antonio Cairoli hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í MX-1 flokki þrátt fyrir að tvær umferðir eru eftir af keppnistímabilinu.

Hjólið, ásamt öðrum, verður frumsýnt í Versluninni MOTO, Rofabæ 7, á morgun fimmtudag klukkan 17-19.

Kawasaki kynnir byltingu í framdempurum

Nýju framgaflarnir

Á hverju ári kemur eitthvað nýtt og sniðugt í mótorhjólin og okkur finnst gaman að prófa. Sumir muna eftir því þegar diskabremsur þóttu nýjasta nýtt og svo kom vatnskæling, upside-down demparar, 19″ dekk, fjórgengishjól, twin-pipe og nú seinast bein innspýting.

Kawasaki sýndi í Budds Creek í vikunni 2011 árgerðina af Kawasaki KX450F þar sem nýjir byltingakenndir framdemparar eru kynntir til sögunnar (þeir verða ekki á 250F hjólinu árið 2011). Nýjungin felst í því að annar demparinn sér um samsláttinn og hinn um útsláttinn, þ.e. aðeins er gormur í öðrum gaflinum (ekki getur maður lengur kallað þetta öðrum demparanum) og í hinum er dempunarbúnaðurinn. Framgaflarnir eru því tveir ólíkir hlutar af hjólinu þó svo þeir líti eins út að utan. Lesa áfram Kawasaki kynnir byltingu í framdempurum

KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

KTM rafmagnshjól

Austuríski mótorhjólaframleiðandinn KTM, ætlar að frumsýna nýja línu af mótorhjólum á alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Tokyo á morgun. 2 hjól verða kynnt og segir KTM að þessar frumgerðir séu mjög líkar því sem að almenningur geti keypt eftir nokkur misseri.

Nýja línan gengur undur nafninu „Freeride“ og segir KTM að eftirspurn sé eftir umhverfisvænum hjólum á markaðnum í dag. Hjólin muni skila allt  að 30 hestöflum og 45 newtonmetrum. Prófanir á hjólinu hafa reynst vel og staðið vel undir væntingum segir Harald Plöckinger hjá þróunardeildinni þeirra.

Lesa áfram KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun