Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Skráning hafin í EnduroCrossið

Endurocross
Skráning er hafin í endurocrossið sem VÍR heldur á Sólbrekkusvæðinu 5.nóvember næstkomandi. Jói Kef og félagar hafa lofað frábærri braut sem allir geta ráðið við og auk þess verða hjáleiðir fyrir þá sem verða orðnir þreyttir.

Keppt verður í tveimur flokkum, einmenning og tvímenning. Keppnisgjaldið er 4000 krónur á mann, þ.e. 4000 í einmenninginn og 8000 fyrir liðið í tvímenningi.

Video frá brautarlagningu hér

Lesa áfram Skráning hafin í EnduroCrossið

Einn hringur í Uddevalla

Bryndís Einarsdóttir var með hjálmamyndavél í einum tímatökuhringnum í Uddevalla um helgina. Hér er videoið.


Bryndís Einarsdóttir sjötta í sænska meistaramótinu

Bryndís um síðustu helgi

Bryndís Einarsdóttir endaði í 6.sæti í sænska meistaramótinu í motocrossi í sumar.  Hún endaði einnig í 6.sæti í keppninni í Uddevalla í dag þrátt fyrir að vera í fimmta sæti í báðum motounum.

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna fyrir allar keppnir sumarsins í kvennaflokki og þar má sjá vel að mikil spenna var í baráttunni um 6 efstu sætin. Bryndís og Linda Andersson voru jafnar í 5 sæti fyrir síðasta motoið en Linda náði 3. sæti í síðasta motoinu og þar með 5.sætinu yfir árið.

Lesa áfram Bryndís Einarsdóttir sjötta í sænska meistaramótinu

Bryndís í sjötta sæti

Bryndís í Tomelilla í dag

Bryndís Einarsdóttir endaði sjötta í fimmtu umferðinni í sænska meistaramótinu í motocrossi í dag. Dagurinn byrjaði vel hjá Bryndísi en í fyrsta motoinu var hún í þriðja sæti lengi vel. Svo datt hún tvisvar og datt niður í níunda sætið, hún náði aðeins að vinna upp eitt sæti eftir það og endaði því í áttunda. Í seinna motoinu sýndi hún jafnari akstur og var sjötta nánast allt mótoið og endaði þar. Við þessi úrslit datt hún niður um eitt sæti í mótaröðinni og er nú sjötta, einu stigi á eftir næstu stúlku.

Síðasta umferðin er um næstu helgi í Uddevalla.

Smellið hér fyrir nokkrar myndir frá deginum

Bryndís keppir í Svíþjóð um helgina

Bryndís í Svíþjóð í sumar

Bryndís Einarsdóttir heldur til Svíþjóðar á morgun en fimmta umferðin í sænska meistaramótinu fer fram í Tomelilla brautinni um helgina. Bryndís er eins og stendur í 5.sæti í keppninni en nokkuð langt er í sætin þar fyrir ofan. Sjötta og síðasta umferð ársins fer svo fram í Uddevalla um næstu helgi.

Við munum fylgjast með Bryndísi hér á motocross.is um helgina.

Krakkaæfingar í október

Frá æfingu í sumar

Við höfum ákveðið að halda áfram með krakkaæfingarnar í Bolaöldu í október. Æfingarnar verða á sunnudögum frá 16-18 og kostar allur mánuðurinn 10.000 kr, 5 æfingar. Skráning er hafin á namskeid@motocross.is og skal þáttökugjaldið greiðast á sama tíma inná rkn: 0537-14-404974 kt: 060291-2099.

Næsta æfing verður þá næsta sunnudag kl 16. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Þeir sem mæta á Október æfingar í Bolöldu fá forgang á inniæfingar í Reiðhöllinni í vetur.

Ekki láta krakkana sitja heima, hjólum allt árið.

Gulli, Helgi Már & Aron Berg