Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Myndir frá krakkaæfingu VÍK í sumar

Hópurinn hlustar á Arnar Inga

VÍK stóð fyrir krakka- og unglingaæfingum í sumar eins og undanfarin ár. Þar voru framtíðarökumenn landsins samankomnir að læra undirstöðurnar í motocrossi og margir þeirra með drauma um Íslandsmeistaratitla í framtíðinni, bæði stelpur og strákar.

Undirritaður kíkti á æfingu í Bolaöldu í sumar og loksins koma myndirnar nú á vefinn. Gulli og Helgi Már hafa staðið fyrir æfingunum en þegar okkur bar að garði voru þeir báðir í fríi og Aron Berg og Arnar Ingi leystu þá af.

Vefalbúmið

Sunnudagsæfingar !

Við höldum áfram æfingum fyrir krakkana í september, æfingarnar verða á sunnudögum frá kl 16:00-18:00 á Bolöldu svæðinu. Æfingarnar eru fyrir krakka á 50cc – 65cc – 85cc 125cc 4t og 150cc 4t.
Um að gera að nýta besta hjólatímann, flottur raki er í brautunum í september mánuði og myndast frábærar línur til æfinga

Það sem eftir er af september kostar 6.000.-

Vonumst til að sjá sem flesta, gott að vera ungur og undirbúa sig vel undir Motocross of Nations í framtíðinni 🙂

Skráning er á namskeid@motocross.is og um leið að borga í gegnum Kt: 060291-2099 rnr:0537-14-404974

Kári Íslandsmeistari í Endúró með fullt hús stiga

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Endúró 2011

Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.

Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:

  • ECC-1 : Kári Jónsson
  • ECC-2 : Eyþór Reynisson
  • Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
  • B flokkur: Guðbjartur Magnússon
  • B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
  • Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir

Nánari úrslit eru á MyLaps

Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)

Krakkaæfingar í september

Frá einni æfingunni í sumar

Við höldum áfram æfingum fyrir krakkana í september, æfingarnar verða á sunnudögum frá kl 16:00-18:00 á Bolöldu svæðinu. Æfingarnar eru fyrir krakka á 50cc – 65cc – 85cc 125cc 4t og 150cc 4t.
Um að gera að nýta besta hjólatímann, flottur raki er í brautunum í september mánuði og myndast frábærar línur til æfinga.

Mánuðurinn kostar 8.000.-

Skráning er á namskeid@motocross.is og um leið að borga í gegnum Kt: 060291-2099 rnr:0537-14-404974

Bkv,
Helgi Már & Gulli

Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins

Síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro-Cross Country fara fram á morgun í Skagafirðinum, nánar tiltekið á Skíðavæðinu í Tindastóli. Keppni hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 16. Hvetjum við Skagfirðinga og nærsveitunga að fjölmenna á svæðið og fylgjast með.

Hér er dagskráin í heild sinni.

Hér svo staðan í B-flokkunum fyrir keppnina (aðrir flokkar eru á MyLaps.com)

Lesa áfram Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins

Bryndís 5. í Svíþjóð

Bryndís Einarsdóttir varð í 5.sæti í fjórðu umferðinni í Sænska meistaramótinu í motocrossi í dag. Keyrt var við nokkuð erfiðar aðstæður eftir miklar rigningu um nóttina. Við þessi úrslit er Bryndís komin einnig komin í 5.sætið í stigakeppninni. Tvær umferðir eru eftir og verða þær báðar keyrðar í október.

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í MX2 flokknum að 15 ára keppandi lést eftir að hafa dottið af hjólinu. Keppninni var aflýst og aðeins eina motoið í kvennaflokknum sem var klárað.